Hvað óttast kristnir mest?

Merkilegt að í öllu moldviðrinu undanfarnar vikur hef ég ekki séð einn einasta kristinn einstakling verja trúarbrögð sín á forsendum trúarinnar. Fyrir hvað skammast þeir sín? Hvað eru þeir svona hræddir við? Að fólk fari að hlæja?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni þór

Held frekar að þeir nenni ekki að standa í því, því að margt er á svo vafasömum nótum...
Fyrir mitt leiti er tíminn dýrmætur og það fer mikill tími í þetta litla innlegg sem ég hef gefið á blogginu.
Ég er ekki hræddur við að játa trú á frelsaran minn jesú krist.

Árni þór, 16.12.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Mofi

Ég hélt að ég væri að gera það, eitthvað sérstakt sem þér finnst að ég eigi að gera öðru vísi til að verja mína trú á forsendum trúarinnar?

Mofi, 16.12.2007 kl. 18:56

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Já, ég skal skýra það aðeins nánar. Það heldur enginn fram opinberlega grundvallarkenningum kristninnar: "Jesú dó fyrir syndir okkar. Af því að það er satt þá á kristni og kirkja rétt á sér." Þetta er kristni, trú á trúargrundvelli.

Mofi, þú og margir aðrir eru með "ég trúi" og koma svo með endalausar hliðarskýringar, t.d. mikilvægi kirkjunnar fyrir menninguna, sagnfræðilega réttlætingu osfrv. En kjarni kristninnar er dauði Jesú, fyrir okkur. Af hverju verja kristnir ekki sín trúarbrögð og sína kirkju út frá því? Kannski frá predikunarstóli, ég skal ekki efast um að þessi boðskapur heyrist þaðan. En það er ekki nóg. Ef kirkja á að njóta forréttinda á Íslandi þá verður hún að gera það á einhverjum raunverulegum grunni, þessum upprunalega kjarna: "Jesú dó fyrir syndir okkar, fyrir hann fáum við eilíft líf."

Brynjólfur Þorvarðsson, 16.12.2007 kl. 19:11

4 Smámynd: Mofi

Ég er að vísu á móti að einhver kirkja njóti forréttinda eða að einhverjir prestar eru að valsa um skólaganga. Ég tek þátt í rökræðunni eins og hún birtist mér. Alveg sammála þér að það sem þú bendir á er grunnurinn að kristinni trú og er það sem á að vera kjarninn í því að verja kirstna trú en það er löngu horfið úr þeirra almennu kristni sem er hérna á landi. Kristnin hér er löngu búin að fjara út í þá vitleysu að Guð er hér til að þjóna okkur, að gera okkur ánægð og hjálpa okkur með öll okkar vandamál.

Mofi, 16.12.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Árni þór

Mikið rétt Brynjólfur, þar sem þú talar um að Jesús Kristur dó fyrir syndir okkar, hann ekki bara dó heldur reis upp frá dauðum og biður fyrir okkur: látið sættast við Guð. Þetta er fagnaðarerindið í hnotskurn. og gefur þeim eylíft lí sem taka við þessu í trú.
Þetta er boðað á þeim Kristnu samkomum sem ég hef farið á.
Ég hélt að flestir á íslandi vissu þetta en hefðu bara ekkert gert í málunum en kannski hef ég rangt fyrir mér í því.

Árni þór, 16.12.2007 kl. 23:16

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sælir Árni og Mofi

Kannski rétt að ég skýri nánar að pistillinn hjá mér var skrifaður vegna þess sem hefur komið fram opinberlega frá fulltrúum kristninnar á Íslandi í tengslum við þessa tilteknu umræðu um aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólum á Íslandi - sem svo aftur hófst að hluta vegna fyrirhugaðra breytinga á grunnskólalögum.

Pistlinum var ekki beint gegn skrifum Mofa til dæmis, hann heldur sínu striki og blandar sér ekki í þær umræður, frekar en margir aðrir trúaðir. Árni, það eru alls ekki allir sem átta sig á þessari undirstöðu kristninnar og mér finnst prestar furðu linir að minna á hana. Samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur og fleiri voru 8,6% sammála þessari grundvallarsetningu, auðvitað eru miklu fleiri sem segjast vera kristnir og það er ekki mitt að efast um það.

Fyrir mér er dæmið einfalt: Ef maður kaupir ekki upprisuna þá er Kristnin bara óþarflega flókin "kærleiks-" heimspeki sem þarfnast ekki þess apparats sem hefur myndast í kringum hana. Samkomur eins og þær sem þú sækir Árni, þar geri ég ráð fyrir að sé raunveruleg trú og að menn starfi í einlægni á þeim grundvelli. Sem er hið besta mál.

Brynjólfur Þorvarðsson, 17.12.2007 kl. 08:46

7 Smámynd: Mofi

Skil þetta betur núna Brynjólfur og mjög réttmæt gagnrýni hjá þér.

Mofi, 17.12.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband