Enn reynir kirkjan að stela glæpnum, Geir með Bjarnabófagrímu.

Sumir vilja eigna kirkjunni allt gott, að án hennar væri hvorki skólar né sjúkrahús svo dæmi séu tekin. Hér á Íslandi voru það reyndar hrepparnir sem fóru með umönnunarhlutverkið, alveg frá löggildingu tíundar árið 1096? Hrepparnir fengu fjórðung tíundar til fátækraframfærslu og sáu í raun um þá hlið mála þótt auðvitað hafi klaustrin gert gott líka.

En hér var alvarlegur hængur á: Jarðir í eigu kirkju og klaustra voru undanþegnar tíund! Kirkjan lagði sífellt fleiri jarðir undir sig, um 1550 áttti hún (þ.e. kirkjur, biskupar, biskupsstólar og klaustur) helming jarðeigna á Íslandi. Fátækir fengu sífellt minna og minna og á Alþingi voru samþykkt lög um að nýjar jarðir sem færu undir kirkjuna héldu áfram að borga tíund svo fátækrastuðningur legðist ekki hreinlega niður! Þeim lögum var ekki fylgt.

Geir Waage skrifar í moggann í dag og fer með furðulega mikið af vitleysum fyrir jafn menntaðan mann að vera. Á 19. öld var menntun í höndum húsbænda en ekki presta. Þeirra skylda var að fylgjast með því að húsbændur menntuðu börn sín og börn hjúa sinna. Það kerfi virkaði ekki, og þegar reynt var að koma á almennu skólahaldi hér á Íslandi var það í óþökk bændastéttarinnar og kirkjunnar. Menntafrömuðum var ljóst að kerfið virkaði ekki, bændur sinntu ekki skildu sinni og ekki heldur prestarnir. Um þetta má lesa t.d. í bókinn Lýðmennt eftir Guðmund Finnbogason, einkum í formálanum sem er skrifaður af Ólafi H. Jóhannssyni sem er einn áhrifamesti skólamaðurinn á Íslandi í dag, kemur t.d. að samningu allra námskráa og skólalaga. (Lýðmennt, 1994)

Geir skrifar tóma þvælu af reiði og ofsa. Maður sem líkti samkynhneigðum við nasista í beinni útsendingu í sjónvarpi og þykist ekki vita um hina hatrömmu og ofsafengnu andstöðu við vígslu kvenna sem var hér á Íslandi. Eiginlega hefði maður nú búist við einhverju vandaðri frá svona hámenntuðum manni.

En Geir er eins og aðrir kristnir, búinn að gefast upp. Enginn trúir kenningunni, afturhald og forpokun einkennir presta og talsmenn kirkjunnar og í angist sinni grípa þeir í þjóðrembuna sem sitt síðasta haldreipi. Manni líður eiginlega illa að horfa upp á þvílíkt hrun kirkjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta ætti að birtast í einhverju blaði

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.12.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er sammála síðasta ræðumanni.  Þú ættir að fá þetta birt víðar.

Man ekki hvaða biskup það var fyrir vestan sem sölsaði undir sig eigur ekkna og rak þær út á guð og gaddinn.

Kirkjan hefur margt á samviskunni.  

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.12.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Bregður penna Binninn sá
braginn þennan semur
presta flennur pinninn þá
pústrar enn og lemur

Brynjólfur Þorvarðsson, 19.12.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband