Töluleg fækkun í fyrsta sinn

Það er annað sem er eiginlega meira athyglisvert: Í fyrsta skipti (alla vega frá 98) fækkar tölulega í þjóðkirkjunni milli ára, hvort heldur sem litið er til heildarfjölda eða fullorðinna. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er breytingin svona frá fyrra ári:
19991370
20001157
20011194
2002772
2003259
2004531
2005583
20061150
2007502
2008297
2009361
2010-1582
Það fækkar sem sagt um 1582 í þjóðkirkjunni milli ára. Landsmönnum fækkaði auðvitað einnig milli ára, um 1738. Ef fækkun landsmanna dreifist jafnt á öll trúfélög (engin ástæða til að ætla annað), þá hefði fækkað um 1373 í þjóðkirkjunni vegna almennrar fólksfækkunar. Það virðist því hafa fækkað um rúmlega 200 manns í þjóðkirkjunni umfram almenna fækkun jafnt dreift á öll trúfélög.
mbl.is 78,8% í þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband