Þjóðkirkjan á hraðri niðurleið. Tölur síðustu 18 ára.

það var sannkallað góðverk hjá Birni Bjarnasyni að birta tölur um trúfélagskráningar 2007 á vefsíðu sinni - áður en Hagstofan nær að birta þær! Þar kemur fram að Þjóðkirkjan er í frjálsu falli og umtal síðustu missera um "vinaleið" og "leikskólatrúboð" hefur ekki orðið til að styrkja hana - þvert á móti. Hér eru tölur síðustu átján ára, fengnar frá www.hagstofa.is og (horfnu) Dagbókinni hans Björns Bjarnasonar.

 

Íbúar

í ÞK

Hlutfall

Fjölg. Íbúa

Fj. Í ÞK

1990255.708236.95992,7%
1991259.577239.32192,2%1,5%1,0%
1992262.193241.63492,2%1,0%1,0%
1993264.919243.67592,0%1,0%0,8%
1994266.783244.92591,8%0,7%0,5%
1995267.806245.04991,5%0,4%0,1%
1996269.727244.06090,5%0,7%-0,4%
1997272.069244.68489,9%0,9%0,3%
1998275.264246.01289,4%1,2%0,5%
1999279.049247.24588,6%1,4%0,5%
2000282.849248.41187,8%1,4%0,5%
2001286.250249.25687,1%1,2%0,3%
2002288.201249.45686,6%0,7%0,1%
2003290.490250.05186,1%0,8%0,2%
2004293.291250.66185,5%1,0%0,2%
2005299.404251.72884,1%2,1%0,4%
2006307.261252.23482,1%2,6%0,2%
2007312.872252.46180,7%1,8%0,1%

 

Eins og sést minnkar hlutfall Þjóðkirkjunnar um nærri 10 prósentustig á áratug. Sú þróun ágerist mjög, 1990 - 1999 minnkar hlutfallið um 4,1 prósentustig, 1998-2007 um 8,7 prósentustig. Framreiknað er auðvelt að sjá að hlutfall þeirra sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna verður komið niður fyrir 50% fyrir miðja öldina.

Töluleg fjölgun milli ára segir einnig sína sögu:

 

 

 

í ÞK

Töluleg fjölgun

1990236.959
1991239.3212.362
1992241.6342.313
1993243.6752.041
1994244.9251.250
1995245.049124
1996244.060-989
1997244.684624
1998246.0121.328
1999247.2451.233
2000248.4111.166
2001249.256845
2002249.456200
2003250.051595
2004250.661610
2005251.7281.067
2006252.234506
2007252.461227

Árið 1991 eru úrskráningar fáar og flest börn skrást sjálfkrafa inn í Þjóðkirkjuna. Árin 1995 og 1996 fjölgaði úrskráningum verulega þegar biskup gerðist fjölþreifur. Lítil fjölgun árið 2002 er að mestu vegna mjög lítillar fæðingartíðni það ár. Fækkun ársins 2007 skýrist hins vegar helst vegna deilna sem Þjóðkirkjan hefur staðið í allt árið um rétt sinn til að reka trúboð í leik- og grunnskólum.

Framreiknun þessara talna (þ.e. besta línulega nálgun) sýnir neikvæðar tölur eftir tvö ár (þ.e. töluleg fækkun milli ára) og fækkun um 1000 manns á ári eftir tíu ár.

Þessar tölur sýna að starfsmenn Þjóðkirkjunnar hljóta að vera örvæntingarfullir - milljarðir í ríkissjóð, embættismannalaun og lífeyrir, sporslur og fríðindi, allt þetta byggir á því að vera kirkja þjóðarinnar. Kirkja hálfrar þjóðarinnar hangir ekki lengi á ríkisspenanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

HÉR í athugasemd Benedikts Halldórssonar er að finna miklu eðlilegri skýringu á þeim breytingum sem átt hafa sér stað í meðlimafjölda Þjóðkirkjunnar frá 1990.

Jón Valur Jensson, 27.12.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Jón Valur

Skýring Benedikts er ekki "eðlilegri" þótt hún sé reyndar líkleg. En hún er bara ekki rétt.

Benedikt heldur því fram að það séu ekki stórfelldar úrskráningar úr Þjóðkirkjunni. Ekki veit ég hvaðan hann hefur þær upplýsingar, en eru hér tölur sem sýna úrskráningar umfram innskráningar undanfarinna ára(Kári Svan Rafnsson tók saman úr tölum Hagstofunnar):

1994......1647......-397......1250
1995........777......-653........124
1996......1248....-2237.......-989
1997......1536......-912........624
1998......1945......-617......1328
1999......2115......-882......1233
2000......2097......-931......1166
2001......1610......-765........845
2002........886......-686........200
2003......1438......-843........595
2004......1563......-953........610
2005......1918......-851......1067
2006......1718....-1212........506
2007...................................227

Fremsti dálkurinn eru sjálfkrafa skráningar (fæddir inn í Þjóðkirkju - brottfluttir/látnir), miðdálkurinn eru nettó meðvitaðar skráningar, aftast er fjölgunin. Þjóðkirkjan er að missa 1 - 2 prósentustig á ári, með því framhaldi verður hún auðvitað horfin fyrir lok aldarinnar.

Fjölgunin 2007 er ekki nema 0,09%, langt innan við það sem væri ef ekki kæmu til stórfelldar úrskráningar. Þær tölur hafa enn ekki verið birtar fyrir 2007 en það má áætla að þær séu milli 1200 og 1500 miðað við undanfarin ár, jafnvel enn meira (fer mikið eftir fremsta dálk). Eða með öðrum orðum, 6-7 úrskráningar umfram innskráningar á hverjum einasta virka degi sem Hagstofan er opin. Ég veit ekki með ykkur, mér finnst þetta hrikalegt!

Tilraun Benedikts til að útskýra hlutfallslega færri Íslendinga í þjóðkirkjunni á grundvelli innflutnings útlendinga stenst því miður ekki, sjálfur hefði ég reyndar alveg keypt þá útskýringu þar til ég sá tölurnar svart á hvítu. Eina skýringin sem ég sé á gríðarlegs samdráttar undanfarin tvö ár er slæmt umtal kirkjunnar vegna andstöðu við samkynhneigða og vegna trúboðs í leik- og grunnskólum.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.12.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband