Vinaleið fær falleinkunn (birtist í Morgunblaðinu 11. janúar 2008)

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti vorið 2007 að leita til sérfræðinga hjá KHÍ til að “meta réttmæti og gildi vinaleiðar” og hafa þeir nú sent frá sér skýrslu en tengingar á hana er að finna á vefsíðunni blogg.visir.is/binntho.
Skýrsluhöfundar fóru þá leið að vinna skýrsluna eingöngu út frá faglegum sjónarmiðum skólastarfs en taka ekki afstöðu til þess hvort aðkoma kirkju að skólastarfi sé réttmæt þegar horft er til almennra laga í lýðræðisþjóðfélagi.
Úrskurður Evrópudómstólsins í Strasbourg gegn norska ríkinu virðist þó taka af öll tvímæli um að starfsemi trúfélags innan almenns skólakerfis standist ekki almenn mannréttindaákvæði.
Starfsmenn Þjóðkirkjunnar hafa ítrekað í ræðu og riti staðfest að vinaleið sé trúboð og biskupinn taldi hana “sóknarfæri” fyrir kirkjuna. Það þarf því heldur ekki að velkjast í vafa um að  vinaleið stangist á við lög um grunnskóla, siðareglur kennara, stjórnarskrá og ýmsa þá alþjóðasamninga um mannréttindi sem íslenska ríkið er aðili að.

Farin og hætt
Vinaleið hófst haustið 2006 í fjórum grunnskólum í Garðabæ og á Álftanesi að frumkvæði sóknarprests. Tveir starfsmenn tóku að sér að sinna verkefninu, djákni og  skólaprestur. Vegna andmæla foreldra var gripið til þess ráðs í tveimur skólanna að gefa foreldrum kost á að taka fram sérstaklega ef þeir vildu ekki gefa starfsmönnum vinaleiðar færi á börnum sínum. Þessari gagnasöfnun var vísað til Persónuverndar sem hafði samband við skólastjóra viðkomandi skóla haustið 2007. Á sama tíma sagði djákni starfi sínu lausu og féll vinaleið þar með niður í Flataskóla. Skólastjórar Sjálandsskóla og Hofsstaðaskóla virðast hafa ákveðið að framlengja ekki starfsemi vinaleiðar og er hún því ekki lengur starfrækt í grunnskólum Garðabæjar en skólaprestur starfar enn í Álftanesskóla.

Ekki á forsendum skólastarfs
Fram kemur í áðurnefndri skýrslu að flest jákvæð ummæli sem féllu í viðtölum megi rekja til ánægju með skólaprestinn sem einstakling enda virðist hann hafa náð vel til barnanna og starfsmanna skólans. Að öðru leyti virðist vinaleið engan veginn standast þær kröfur sem gera verður til faglegs skólastarfs. Sú réttlæting sem oft heyrist, að aðkoma Þjóðkirkjunnar að grunnskólum sé á forsendum skólanna, virðist því ekki standast.
Hugmyndafræði vinaleiðarinnar er óljós og framkvæmd hennar illa afmörkuð að mati skýrsluhöfunda. Eigi framhald að verða á vinaleið þurfi að draga fram með skýrum hætti hver sérstaða hennar sé og meta framhaldið á grundvelli þess. Höfundar benda á að sé um hefðbundna sálgæslu að ræða eigi hún heima innan kirkjunnar en verði niðurstaðan sú að vinaleið taki til víðara sviðs eru viðfangsefnin og eðli þjónustunnar þannig að þau eigi heima hjá þeim aðilum sem þegar sinna slíkri þjónustu innan skólans.
Skýrsluhöfundar gagnrýna einnig aðferðarfræði vinaleiðarinnar, þar sé farið inn á svið sem aðrir fagaðilar sinna þegar en án fagþekkingar með þeim afleiðingum að samstarf fagaðila innan skólans er í hættu. Ekki eru haldnar skýrslur eða skrár um viðtöl, engin markmið séu sett fram, engin greining, engin meðferðaráætlun. Fyrst og fremst er um einsleg trúnaðarsamtöl að ræða, jafnvel án vitneskju foreldra, og skýrsluhöfundar gagnrýna þessa aðferðafræði réttilega.
Spyrja má hvort ítrekuð einsleg trúnaðarsamtöl um viðkvæm málefni, án faglegra forsendna, séu ekki hreinlega hættuleg börnum.

Vantar ákvörðun og fjármagn
Skýrsluhöfundar gagnrýna hvernig staðið var að innleiðingu vinaleiðar. Lögformlegum leiðum var ekki sinnt, foreldraráð og skólanefnd fjölluðu ekki um málið fyrirfram og starfsmönnum var tilkynnt um það sem orðnum hlut. Skýrsluhöfundar benda á að þar sem vinaleið sé ekki hluti af lögboðinni þjónustu skóla sé nauðsynlegt að sveitarfélög taki formlega afstöðu til þess hvort þjónustan skuli veitt.
Um leið þurfi að taka afstöðu til kostnaðar. Skólaprestur er mjög dýr á mælikvarða skólastarfs enda eru byrjunarlaun hans um það bil þrefalt hærri byrjunarlaunum kennara sem þó er fagmenntaður til starfa með börnum. Fram kemur í skýrslunni að hörð andstaða sé innan skólanna gegn því að greiða kostnaðinn enda þurfi þá að skerða aðra þjónustu.
Vinaleið í Garðabæ var fjármögnuð að mestu leyti með framlagi eins foreldris en auk þess lagði kirkjan til fjármagn auk sveitarfélagsins Álftaness. Komi til framhalds á starfsemi vinaleiðar er ljóst að sveitarstjórnir þurfa að taka formlega afstöðu til hennar og jafnframt að tryggja fjárveitingar.

Enginn grundvöllur
Skýrsluhöfundar mæla ekki með framhaldi á starfsemi vinaleiðar en segja í lokaorði að brýnt sé að hagsmunaaðilar “ræði og taki afstöðu til þess hvort réttmætt sé að kirkjan komi að skólastarfi” en fallist menn á það þurfi að fara fram “hreinskiptin skoðanaskipti um hugmyndafræði, markmið og leiðir með starfinu.”
Af lestri skýrslunnar má sjá að vinaleið er klúður og best færi á því að henni væri hætt með öllu, þó ekki sé nema vegna barnanna sjálfra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Þeir sem hafa verið hlyntir "vinaleiðinni" eða aðkomu presta að skólastafri hafa gjarnan spurt gagnrýnendur í uppgerðareinlægni: "Er það hættulegt fyrir barn að tala við prest?"

Það kemur vissulega fát á mann við svona spurningu enda er engin bein sjáanleg hætta yfirvofandi þegar maður sér fyrir sér vingjarnlegan mann að tala um góðverk Jesú við börn.

Mér finnst þú hins vegar svara þessari lúmsku spurningu á afburða góðan hátt með þessari röksemd: Fyrst og fremst er um einsleg trúnaðarsamtöl að ræða, jafnvel án vitneskju foreldra, og skýrsluhöfundar gagnrýna þessa aðferðafræði réttilega. Spyrja má hvort ítrekuð einsleg trúnaðarsamtöl um viðkvæm málefni, án faglegra forsendna, séu ekki hreinlega hættuleg börnum.

Svarið verður því framvegis: "Já, það er nokkuð ljóst að það getur verið hættulegt fyrir börn að tala við prest..."

Víðir Ragnarsson, 11.1.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ég tala nú ekki um ef einhver misyndismaður í prestastétt hefði áhuga á meiru en bara að tala! Dæmin eru mörg erlendis frá um slíka menn en til allrar hamingju eru starfsmenn vinaleiðar allir verið stökustu góðmenni sem engum dytti í hug að saka um slíkt.

Hættan er auðvitað samt til staðar, ef vinaleið er tilraun þjóðkirkjunnar til að koma prestum inn í alla skóla þá býður það hreinlega upp á svona hættur.

Brynjólfur Þorvarðsson, 11.1.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Davíð Örn Sveinbjörnsson

Sæll Brynjólfur, þessi athugasemd mín er í ekki í tengslum við færsluna þína, heldur í tengslum við athugasemd á bloggi mínu þar sem þú sagðir:

 "Þjóðkirkjan er ríkiskirkja, það er engin spurning. Hún lýtur t.d. stjórnsýslu- og upplýsingalögum en hvort tveggja hef ég fengið staðfest frá Biskupsstofu. Sem sagt eins og hver önnur ríkisstofnun."

 Mig langaði bara að spyrja þig hvort að þú hefðir semsagt fengið staðfest frá biskupsstofu að þjóðkirkjan væri ríkiskirkja, eða hvort að "hvort tveggja" lyti að því að þjóðkirkjan þurfi að lúta að bæði stjórnsýslulögum & upplýsingalögum?

Bestu þakkir fyrir þessa athugasemd

Davíð Örn Sveinbjörnsson, 12.1.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Ég tala nú ekki um ef einhver misyndismaður í prestastétt hefði áhuga á meiru en bara að tala!

Mér flaug það reyndar líka í hug, minnugur heimildarmyndarinnar Deliver Us from Evil  sem ég sá s.l. haust.

Prestkivikindið Oliver O'Grady sem þessi heimildarmynd fjallar um, sem og hans líkir, hefði auðvitað sóst sérstaklega eftir því að komast í aðstöðu svipaða "vinaleiðinni".

Víðir Ragnarsson, 12.1.2008 kl. 12:40

5 Smámynd: Óli Jón

Þetta er afar góð grein og er hún afar tímabær. Auðvitað er Vinaleið afar óeðlilegt fyrirkomulag þar sem spilunum í stokknum er raðað þannig að henti Ríkiskirkjunni. Hún hefur hamrað á því að þetta sé tilboð sem standi skólunum til boða ókeypis, en reyndin er að það er ekkert ókeypis við hana. Eins og greinarhöfundur bendir réttilega á þá er Vinaleið í reynd fokdýr leið og sem slík afar óhagkvæmur kostur.

Vinaleiðin á ekkert erindi í skólana. Verkefnin eru fyrir hendi, það er dagljóst, en sérmenntaðir geðlæknar sem og félags- og sálfræðingar eru mun betur fallnir til þess að fara í skólana og ræða við börnin okkar.

Óli Jón, 12.1.2008 kl. 13:08

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Davíð: Ég var að meina bæði stjórnsýslulög og upplýsingalög.

Mér vitanlega hefur biskupsstofa ekki staðfest að Þjóðkirkjan sé ríkisskirkja. Hins vegar er það víst viðtekin málvenja að tala um ríkiskirkjur (t.d. Ensku biskupakirkjuna) en Þjóðkirkja er sér-nafn á okkar ríkiskirkju. Annars dettur mér í hug, veit einhver hvenær hún tók upp þetta nafn?

Þetta hefur Karl Sigurbjörnsson um málið að segja: "Hér er ekki ríkiskirkja, þjóðkirkjan er ekki ríkisrekin stofnun!"

En samkvæmt áðurnefndum lögum flokkast hún einmitt sem slik.

Brynjólfur Þorvarðsson, 12.1.2008 kl. 13:39

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábær pistill hjá þér Binni.

Ég hef ekki getað séð það í gegnum tíðina og út frá sögunni að prestar séu eitthvað "heilagari" en annað fólk, þótt það sé ábyggilega rétt að margir þeirra álíta sig svo vera.

Ég myndi ekkert kæra mig um að barnið mitt færi á "trúnó" við prest í skólanum og ég fengi kannski ekkert að vita um hvað væri talað.

Skólinn snýst um menntun en ekki trú.  Í flestum skólum eru (eða ættu að vera) skólahjúkrunarfræðingar og krakkar geta leitað til þeirra ef eitthvað er að enda eru þær heimsóknir skráðar og það er talað við foreldrana.  Enginn feluleikur þar á ferð og ekkert trúboð.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.1.2008 kl. 03:03

8 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Við spurningu Davíðs má svo bæta að í nýlegu dómsmáli ásatrúarfélagsins gegn þjóðkirkjunni talaði héraðsdómur oft í úrskurðinum um þjóðkirkjuna sem ríkiskirkju, og flokkaði presta hennar sem opinbera starfsmenn.

Kristján Hrannar Pálsson, 15.1.2008 kl. 11:58

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Það er víst staðfest í nýlegum hæstaréttardómi líka að starfsmenn þjóðkirkjunnar séu opinberir starfsmenn. Byrjunarlaun þeirra eru miklu hærri en kennara- og umönnunarstétta, nema ef vera skyldi lækna. En þeir verða svo miklir kleyfhugar af starfinu að tvöföld laun eru bara eðlilegt!

Brynjólfur Þorvarðsson, 15.1.2008 kl. 21:02

10 identicon

Hvað finnst Margréti St. um það, að samtökin 78 fái að koma sínum "boðskap" óhindrað að litlum skólabörnum, en góðhjörtuðum prestum sparkað þaðann öfugum út af ofsafegnum og brjálslegum minnihlutahóp ?

Hvað er þitt slagorð Magga ? Kennum kynvillu, og kæfum Krist ?

conwoy (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:22

11 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Conwoy, þetta er nú ekki mjög málefnalegt hjá þér!

Þú lítillækkar sjálfan þig með svona málflutningi, innleggið hjá þér ber vott um fordóma og hatur á öðru fólki. Vonandi ekki dæmi um kristilegt siðgæði? Kristur kennir jú að maðurinn sé í öðru sæti, prestar halda því iðulega fram að maðurinn sé lélegur og syndugur. Afleiðing þessara kenninga er mannhatur og fyrirlitning.

Samtökin 78 kenna umburðarlyndi og jafnrétti, boðskapur prestanna er hræðsla og mannfyrirlitning. "Góðhjartaðir" prestar vilja hanga yfir börnum með áróðri og bænastagli af því þeir þora ekki að tala við fullorðið fólk (eða nennir enginn að hlusta?) Samtökin 78 hafa aldrei farið fram á að reka áróður í skólum, það dytti engum heilbrigðum manni í hug að fara að reka áróður fyrir sínum málstað í grunn- og leikskólum -- nema auðvitað hinum "góðhjörtuðu" prestum sem telja sig kannski ekki þurfa að fylgja siðferðisreglum samfélagsins?

Brynjólfur Þorvarðsson, 17.1.2008 kl. 22:36

12 identicon

Það má vel vera að ég lítilækki mig með svona málflutningi .

En ekki ætla ég að eyða deginum í áhyggjustundir yfir því . Hví mega ekki prestar hafa sama aðgang að börnum og samtökin 78 ?

Hvað er það annars nákvæmlega sem samtökin 78 vilja segja þessum krílum ? 

Gamann væri að vita það . 

conwoy (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:52

13 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Conwoy: Samtökin 78 eru að fræða börnin um samkynhneigð. Það er sjálfsagt mál enda er samkynhneigð náttúruleg, þ.e. ákveðinn hluti manna og dýra hneigist til eigin kyns. Það eru engir betur fallnir til þess en félagar í Samtökunum 78 sem þekkja þessi mál best og fjalla um þau á hlutlausan hátt, án fordóma sem meðal annars skína í gegn hjá þér.

Það á ekkert skylt við trúboð, heldur má líkja því við þegar lögreglan kemur í heimsókn í skólana og fræðir börnin um umferðarreglur eða þegar til dæmis SÁÁ kemur í unglingadeildirnar og fræðir um áfengi og fíkniefni. Ekkert trúboð þar á ferðinni.

Víðir Ragnarsson, 18.1.2008 kl. 09:39

14 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Jamm, ég held varla að börn verð samkynhneigð af því einu að læra um samkynhneigð og ef fræðslan verður til að minnka fordóma og hatur í samfélaginu þá er hún af hinu góða.

Kristninni virðist hafa mistekist þetta og reyndar má sjá að því kristnari sem fólk er því meiri fordómar og hatur gagnvart öðru fólki. Þetta má vel sjá á moggablogginu. Kannski kristnin sé hættuleg gagnvart börnum?

Brynjólfur Þorvarðsson, 18.1.2008 kl. 10:05

15 identicon

Víði R. skal góðfúslega bent á að samkynhneigð er ekki eðlileg í hugum allra .

Einu rökin sem samkynhneigðir hafa notað til "sanna" að þeirra hneigð sé eðlileg, eru bara lélegir frasar eins og : Þegar tveir einstaklingar elska hvern annann og : Það er 21. öldin !

Lífræðilegir eiginleikar manns og konu segja allt sem segja þarf, um eðlileg mök .

Börn verða ekki samkynhneigð af því að læra um samkynhneigð ! Það veit ég vel Brynjólfur . En verða þau kristinn ef þau læra um Krist ? Sumir segjast ekki vilja að það sé verið að kenna börnunum sínum lygar í skólatíma Þ.e.a.s að Kristur hafi yfir höfuð verið til . Frá mínum bæjardyrum séð, er það LYGI að samkynhneigð sé eðlileg . Þetta er það sem æsir mig upp í móti þessu fólki . Þ.e.a.s þessi skipulagði lygaáróður þeirra .

Ég er ekkert að fárast útí þetta fólk dags daglega, en þegar það reynir að breyta lygi í sannleik, er mér stórlega misboðið af þessum háværa minnihlutahópi . 

conwoy (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 17:56

16 identicon

1:Kærleikur presta felst m.a í því að kenna fólki að komast í ríki Guðs . 

2:Samkynhneigðir munu ekki sjá ríki Guðs, nema þeir hafi snúið sér frá þessu líferni .

3:Prestar geta ekki talist vondir eða fordómafullir,ef þeir vilja benda fólki á þær leiðir er koma manninum í Guðs ríki .

4:Prestur sem kennir að samkynhneigð sé Guði þóknanleg, er ekki að vinna fyrir Guð .

5:Sá prestur verður kallaður minnstur í himnaríki, ef hann þá kemst þangað .

6:Samkynhneigt fólk er ekkert "second" class í mínum huga, heldur þeir sem bera út þá þvælu að samkynhneigð sé eðlileg . Því það eru ÞEIR sem hata kærleikann með því að afvegaleiða fólk frá ríki Guðs .

7:Vonandi hafa eftirfarandi útskýringar varpað ljósi á hvað raunverulegur kærleikur snýst um .

8:Ef svo er ekki, er ykkur ekki viðbjargandi, og mun ég þá reyna að biðja föðurinn að senda ykkur öflugri og betri fræðara en mig . Verði ykkur að góðu . 

conwoy (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 21:18

17 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Convoy: Samkynhneigð er vel þekkt í dýraríkinu, ekki bara hjá okkur mannskepnunni heldur fjölmörgum öðrum tegundum. Varla taka t.d. mávar meðvitaða ákvörðun um að gerast samkynhneigðir. Því síður væri sú ákvörðun mávanna sérstaklega ætluð til að spæla einhvern guð.

Þetta hefur nefnilega ekkert með trú eða einhvern guð að gera. Þetta er hluti af náttúrunni eins og hún er og því ekkert óeðlilegt við þetta, saknæmt, ógeðslegt eða skítugt.

Þú virðist hins vegar trúaður og þá hlýtur þú að trúa því að guð hafi skapað allt hér á jörð, líka samkynhneigðu mennina, konurnar og dýrin. Því hatastu þá svona út í sköpunarverk guðs þíns?

Þegar þú segir þá sem teli að samkynhneigð sé eðlileg, minna virði en annað fólk, kemurðu upp um ógeðfellda hlið á sjálfum þér sem þú ættir að skammast þín fyrir.

Víðir Ragnarsson, 19.1.2008 kl. 00:06

18 identicon

Ofbeldi og rán eru líka þekkt fyrirbæri í dýraríkinu . Er það þá líka eðlilegt atferli ?

Það þýðir ekkert að vera með svona glataðar tilvitnanir dýraríkið .

Það er skýrt tekið fram í biblíunni að Guð skapar konu og karl til þess að fjölga mannkyni . Af því er auðvelt að draga þá einföldu ályktun, að kona og maður eigi að njótast með hvoru öðru, en ekki fólk af sama kyni . Það er nákvæmlega EKKERT í biblíunni sem gefur til kynna að sjálfur Guð hafi stofnað samkynhneigð .

Það vita vonandi allir, að maðurinn er fæddur með frjálsann vilja . Það var Guð sem gaf manninum það frelsi . En það frelsi misnotar maðurinn sér óspart, og dettur inní alls konar fýsnir og langanir sem hafa ekkert með vilja Guðs að gera . 

Það er bara þin ályktun Víðir, að ég hafi ógeðfellda hlið á sjálfum mér . Það er langur vegur frá því að ég fari að skammast mín fyrir að túlka kynhneigðir rétt ! Það er ekki sagt beint, að ég telji fólk minna virði sem álíti samkynhneigð eðlilega . Þetta fólk er oftast ágætis fólk, en hefur smátt og smátt tapað sýninni á það sem eðlilegt getur talist .

Það gerist oft þegar einstefnu greinar fjölmiðla um þessi mál verða þrálátar . 

conwoy (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 10:26

19 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Convoy: Ofbeldi og rán eru framkvæmdir gerðar eftir meðvitaða ákvörðun, ekki meðfæddar ósjálfráðar kenndir eins og kynhvöt. Þessi samlíking þín er því gjörsamlega út í hött.

Ef þú vilt nota samlíkingu ættirðu frekar að bera samkynhneigð saman annað meðfætt atriði eins og til dæmis það að vera örvhentur. Eða er það kannski líka "óeðli"?

Víðir Ragnarsson, 19.1.2008 kl. 11:15

20 identicon

Það er endalaust hægt að henda fram rökum í þessari umræðu . Rökin fyrir því að samkynhneigð sé ekki eðlileg eru allnokkur .

Rök fyrir því að hún sé eðlileg byggist yfirleitt bara á tveim veikbyggðum tilvitnunum, þ.e.a.s að það sé nóg að tveir aðilar elski hvern annann og að nú sé komin 21. öldin .

conwoy (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:40

21 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Conwoy, mér sýnist þú nota trú þína til að hatast við annað fólk? Sjálfum finnst mér samkynhneigð fullkomlega eðlileg og ég get alveg séð fyrir mér (án þess að hafa fyrir því haldbær rök) að hún sé mikilvægur þáttur í því að félagslegt atferli geti þróast meðal dýrategundar.

Samkynhneigð er algeng og hlýtur að hafa hlutverk frá þróunarlegu sjónarmiði. En getur verið, conwoy, að kristni gangi út á að hlýða eða vera steiktur lifandi? Það finnst mér í hæsta máta óeðlilegt. Frekar vil ég samkynhneigða en kristna ef þetta er málið.

Brynjólfur Þorvarðsson, 19.1.2008 kl. 12:31

22 identicon

Ég er ekki að nota trúnna til að hatast útí annað fólk . Það er bara einhver röng skoðun sem þú hefur einhverra hluta myndað þér . 

Það eina sem ég hef á móti samkynhneigðum, er áróðursherferð þeirra sem snýst nú um að komast að skólabörnum, og fá þau til að trúa að samkynhneigð sé eðlilegur þáttur tilverunnar .

Það gefur auga leið, að allir geta ekki samþykkt að samkynhneigð sé eðlileg, og er því ekki að undra að menn eins og ég, séu á móti því að áróðri þess efnis að samkynhneigð sé eðlileg sé á borðum landsmanna . 

Samkynhneigðir geta sofið samann mín vegna, og haft sína hneigð í friði . En látið það ógert að sannfæra þorra landsmanna að atferli þeirra sé eðlilegt .

conwoy (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 13:06

23 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

En conwoy, þú notar einmitt trúna til að ákveða að samkynhneigð sé óeðlileg. Það kemur skýrt fram í fyrri póstum hjá þér.

Nú er það mjög alvarlegt mál að segja að einhver hluti samfélagsins sé "óeðlilegur" - í því liggur að sömu einstaklingar séu óæðri, séu verri en aðrir. Sömu einstaklingar eigi von á hörmungum eftir dauðann og séu minna virði en aðrir á meðan þeir lifi.

Er þetta ekki hatur? Að hafa þá lífsskoðun að stór hópur þjóðarinnar sé ómerkilegri en maður sjálfur, að stór hópur þjóðarinnar sé minna virði, að sjálfur guð muni refsa þeim með helvítisvist fyrir það eitt að vera til?

Samkvæmt tölfræðinni eru fleiri samkynhneigðir á Íslandi en sannkristnir. Til nánari útskýringar, þá er skv. Gallupkönnun aðeins um 8-9% þjóðarinnar sem trúir á grundvallaratriði sannrar kristni, sem er að við rísum upp til lífs með guði eftir dauðann. Athuganir á tíðni samkynhneigðar gefa tölur frá 5% -20%. Þegar Masters og Johnston rannsökuðu kynhegðun Bandaríkjamanna um miðja öldina var allt að helmingur karlmanna sem hafði haft einhvers konar kynferðilegt samneyti við aðra karlmenn (ég held þeir hafi ekki spurt konur).

Mér skilst að sál- og félagsfræðingar geri ráð fyrir um 5-10% "hreinni" samkynhneigð og síðan einhverja tugi prósenta af tvíkynhneigð. Sumir meina jafnvel að "hrein" gagnkynhneigð sé í minnihluta.

Það virðist sameiginlegt einkenni strangtrúar-kristinna hér á vefnum að vera gríðarlega illa við samkynhneigða, vera haldin afgerandi hommafóbíu. Slík afstaða er almennt talin sterk vísbending um dulda eða bælda samkynhneigð. Nú er ég ekki að segja að það sé algilt og alls ekki að segja að þú, conwoy, sért með bælda samkynhneigð. Bara að benda þér á að það eru góðar líkur til þess að einhver hluti þinna trúbræðra séu það - og sterkasta vísbendingin er styrkur hómófóbíunnar!

Skýringin er einföld - hatur sprettur af ótta. Sá sem er að bæla kenndir óttast allt sem afhjúpar bælinguna. Óttinn leiðir af sér hatur.

Brynjólfur Þorvarðsson, 19.1.2008 kl. 14:08

24 identicon

Það er marg búið að koma fram, að ég hata ekkert samkynhneigða .

Það eina sem mér illa við í þeirra hegðan, er sú áróðursherferð er hefur það að markmiði að sanna að kynhneigð þeirra sé eðlileg .

Það er alltaf verið að reyna að láta líta svo út að kristnir hati samkynhneigða í bak og fyrir . Það er bara ekki rétt, þó að einstaka menn láti þung orð falla .

Vissulega hafa strangtrúaðir kristnir vissa afstöðu gagnvart samkynhneigð, og er það bara mjög eðlilegt að hún skuli hafi það . Strangtrúaðir hafa líka vissa afstöðu til annara mála, og ekki halda að líf strangtrúaðra snúist bara um að fordæma samkynhneigð . 

Sá sem er að bæla kenndir, óttast allt sem afhjúpar bælinguna ! Þeir sem elska syndsamlegt eðli, óttast alla þá sem geta bent á hvað syndsamlegt eðli er, og einmitt þess vegna hata samkynhneigðir presta og svokallað ofsatrúarfólk .

Þó svo að ég kalli samkynhneigð syndlegt eðli, er óþarfi að lesa út úr þeirri yfirlýsingu minni að ég hati þetta fólk . Þá er umræðan komin á ómálefnanlegt stig ef menn segja svo .

conwoy (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 14:45

25 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

En ég skil ekki alveg hvernig þú gerir greinarmun á því að kalla fólk óeðlilegt og syndsamlegt og svo því að hata það - eða hatast við það. Auðvitað er hatur sterkt orð, kannski óþarflega sterkt i þessu samhengi. Ertu að segja að í hjarta þínu elskir þú samkynhneigða en að trú þín neyðir þig til að fordæma þá?

Lífsskoðun sem gengur út á að fordæma annað fólk og kalla það óeðlilegt og hóta því helvítisvist, er það ekki mjög óheilbrigð lífsskoðun - mér liggur við að kalla hana óeðlilega?

Brynjólfur Þorvarðsson, 19.1.2008 kl. 15:02

26 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég hef ekki getað svarð conwoy af því netið var bilað hjá mér...........en samkynhneigð er hluti af flórunni og samþykkt af vísindaheiminum sem slík. Aftur á móti er samkynhneigð álitin synd af mörgum kristnum sem eru með því áliti sínu að standa í vegi fyrir mannréttindum. Það er viðbjóður! Innleiðing á hatri og mismunum sett í búning helgislepju.

Lífsleikni er kennd í skólum og börnum er kennt að fólk er mismunandi. Samtökin 78 eru ekki trúfélag og það er allt í lagi að þau samtök komi með fyrirlestra í skóla. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.1.2008 kl. 17:19

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Heyr, heyr Margrét. Ég veit af reynslu að Conwoi er ekki viðbjargandi með rökræðu.  Guð verður hreinlega að koma vitinu fyrir hann...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.1.2008 kl. 17:55

28 identicon

. . .samkynhneigð er hluti af flórunni og samþykkt af vísindaheiminum sem slík .

Tjah, , eins og margir vita er breitt bil á milli vísindaakademíunnar og hinna kristnu .

Sumir vísindamenn hafa sagt jörðina 7000 ára gamla og enn aðrir 50.000 ára og enn aðrir nokkura tuga milljóna ára gamla . Svo ekki eru vísindin áreiðanleg sýnist mér .

Þegar kristnir eru að kalla syndir sínu rétta nafni, er það nefnt að standa í veg fyrir mannréttindum ! Þið eruð skrautleg í ykkar túlkunum á hlutunum eins og venjulega .

Samtökin 78 eru ekki trúfélag ! Það hef ég alltaf vitað . En þegar þetta félag ætlar að reyna að sannfæra börn um að viss kynhneigð sé eðlileg, er það ekki í lagi frá mínum bæjardyrum séð . 

Nú eru ótrúaðir nokkuð ósáttir við að nafn Jésú sé á vörum kennara og presta innann skólaveggja, en hvað um okkur sem viljum ekki að þeim sé kennt að samkynhneigð sé eðlileg ?

Eiga kristnir að hrekjast útí horn, og þegja aðgerðarlausir á meðann kristni er flæmd úr skólum, og nútíma "siðfræði" er látin uppfylla huga barnanna ? Held ekki vinan . 

conwoy (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 18:21

29 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Kæri conwoy. 

Þú þjáist af guðsótta og trúarblekkingum.  Fólk sem hugsar eins og þú og vill mismuna öðrum fyrir að vera eins og þeir eru og geta ekkert að því gert, er svo sannarlega ekki haldið mannúð. Að ala á því að kynhneigð fólks sé eitthvað sem er ljótt og ógeðfellt, lýsir bara rugluðum og fordómafullum hugsunarhætti.  Grimmd margra hinna kristnu er ekkert í takt við mannúð og kærleika. Ykkar guð sem eruð ofurseld þessum hugsunarhætti, er vondur guð.

Þú verður að athuga það að fólk finnur til hvort sem það er samkynhneigt eða gagnkynhneigt. Unglingar sem eru að koma út úr skápnum eru viðkvæmir. Að þeir þurfi að verða fyrir barðinu á þér og öðrum þér líkt hugsandi er bara óbærilegt og manni sviður í hjartað.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.1.2008 kl. 20:54

30 identicon

Sæl aftur Magga mín ! Og takk fyrir að segja mér eitthvað um sjálfan mig . Guðs ótti og trúarblekkingar hafa ekkert með það að gera, þegar vissir menn ( Eins og ég ) telja samkynhneigð óeðlilega . Mjög jarðbundin og ótrúaður maður er vinnur með mér, telur þetta lífsform ( Samkynhneigð ) ekki samræmast neinum náttúrulögmálum . Hvað viltu segja um þann mann, fyrst hann er ekki trúaður ?

Ef fjölmiðlar halda til streytu þessum einstefnu fréttaflutningi af málefnum samkynhneigðra, er þess ekki lengi að bíða að næstum allir landsmenn telji samkynhneigð eðlilega . Endilega kíkið á tengilinn sem hér kemur á eftir, svo þið skiljið betur eðli mannsins, og hvernig hægt er að stjórna skoðunamyndun hans .  

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=270874

Magga mín, þessir unglingar sem eru að koma úr skápnum þurfa ekkert að óttast menn eins og mig . Það eina sem ég er sekur um, er að finnast samkynhneigð ekkert vera eðlileg . Þannig að sviði þíns hjarta ætti að hverfa fljótlega ( Vonandi )

Ég veit ekki hvort að ég teljist sekur um að kalla samkynhneigð ljótt og ógeðfellt fyrirbæri . Ég hef aðeins sagt, að samkynhneigð sé ekki eðlileg frá mínum bæjardyrum séð . Og er ég ekki einn um þá skoðun í landinu .

Þetta með grimmd hinna kristnu, er nú aðeins of ýkt hjá þér . Ekki sé ég presta hlaupandi um allann bæ, með reykspólandi homma á undan sér . Þegar prestar eða kristnir einstaklingar vinna sér inn þennann hatursstimpil, er það vegna þess eins, að þeir benda á orð Guðs um þessa hneigð . Og við það eitt brjálast allt ! Hafið nú smá stjórn á ykkur í þessu . (calm down )

conwoy (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 22:04

31 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sæll Conwoy.

Þessi maður sem þú talar um í fyrstu málsgrein, þ.e. vinnufélaginn jarðbundni og ótrúaði, er greinilega afskaplega illa að sér og vitgrannur þegar hann segir að samkynhneigð samræmist ekki náttúrulögmálum. Samkynhneigð fyrirfinnst nefnilega í dýraríkinu.  

Síðan hafa fordómar gegn samkynhneigðum smitað fólk í gegnum tíðina, vegna stanslauss áróðurs og ofsókna trúfólksins kærleiksríka.

Það er ekki hægt að lesa biblíuna sem orð guðs, almáttugs og alltumvitandi. Þegar biblían er uppfull af hreinu bulli og yfirfull af ritningum sem stangast á hver við aðra.

Fólk þarf að fara að líta sér nær og horfast í augu við sjálft sig og sína fordóma og hætta að kenna einhverjum guði um fávísi sína og grimmilegan hugsunarhátt, sem þeir í sínum trúarblekkingum telja vera kærleiksríkan.

Þú ættir kannski að halda þínum skoðunum um samkynheigða útaf fyrir þig og þegja um þær í staðinn fyrir að vera að viðra þær í bloggheimum þar sem allir geta lesið og ekki skaltu halda að það komi ekki við einhvern þessi skrif þín, hvort sem um samkynhneigða er að ræða eða aðstandendur þeirra.  

Þú bendir á link til að fá okkur til að skilja betur eðli mannsins og hvernig hægt er að stjórna skoðanamyndun hans.  Þú ættir sjálfur að kafa djúpt inn í sjálfan þig og athuga hversu litaður og forritaður þú ert af hugmyndum byggðum á biblíunni og eiga ekkert heima í upplýstum heimi.

Ég þekki vel eðli mannsins. Það er hreinn viðbjóður hvernig margt trúað fólk talar um samkynhneigða og að þú og þér líkt hugsandi skuli ekki sjá það er sorglegt. Og það er sorglegt að margt trúað fólk telur sig hafa umboð almáttugs kærleiksríks guðs til að fara fram með þeim hætti sem þeir gera. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.1.2008 kl. 12:22

32 identicon

Ég held að aðstandendur samkynhneigðra, þurfi frekar að fá það afmáð úr biblíunni að samkynhneigð sé óeðlileg, heldur en að hafa áhyggjur af mönnum eins og mér .

Þó svo að menn eins og ég þegi, þá hafa samkynhneigðir alltaf þá staðreynd fyrir augunum, að þúsundir af biblíum eru í landinu er fordæma þessa hneigð .

conwoy (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:19

33 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Conwoy, mér sýnist þú alltaf koma aftur að þeirri röksemdafærslu að þú þolir ekki samkynhneigða, teljir þá "óeðlilega" vegna þess að biblían segi þér það. Sem er einmitt í anda þess sem við erum að segja, það er biblían sem er að láta þig hatast við hluta af samfélaginu sem þú lifir í.

Samfélög breytast og til allrar hamingju fer okkar samfélag batnandi. Eitt merki þess er að samkynhneigð er í dag af langflestum samþykkt sem hluti af samfélaginu. Kynhneigðir mannsins eru margbreytilegar og þær eru flestar taldar eðlilegar í dag, mörkin sem við setjum er að kynlíf sé stundað af fullorðnum og án ofbeldis.

Þú vilt önnur mörk, þín lína milli eðlis og óeðlis liggur þannig að mjög stór hluti þjóðarinnar lendir hinum megin. Sá hluti er líkast til stærri en skoðanabræður þínir, alla vega má ekki mikið á milli sjá.

Þú dregur þína línu byggða á trúarkenningum. Biblían segir þér hvar línan liggur, eins og hefur oft komið fram hjá þér. Trúin segir þér að fordæma fólk sem er ekki að gera neinum mein og vill bara lifa sínu lífi. Þú fyrirgefur þótt ég kalli þetta óeðli að leggja stund á slík trúarbrögð.

Ef fulltrúi samtakanna 78 fer í skóla til að benda börnum á að samkynhneigðir séu eins og annað fólk þá er það í samræmi við tíðarandann og það sem telst eðlilegt í okkar samfélagi. Þegar prestur fer í skóla til að reka áróður fyrir trúarbrögðum, til að breyta trúarskoðunum barna, þá er það ekki í lagi.

Ef prestur fer í skóla einu sinni á ári til að segja börnum að kristni sé frábær og endilega komið í messu til að upplifa það sjálf - það er í lagi mín vegna. En þegar prestur hangir yfir börnum allan veturinn í þeim tilgangi að veiða þau þá finnst mér það vera mjög óeðlileg framkoma og ekki ásættanleg.

Af hverju ættu aðstendendur samkynhneigðra að láta má eitthvað út úr biblíum? Er það biblían sem býr til sannleikann? Nei.

Brynjólfur Þorvarðsson, 20.1.2008 kl. 21:36

34 identicon

Ég veit ekki alveg hvernig þú færð það út að ég þoli ekki samkynhneigða sem sllíka . Ég hef margoft tekið fram, að ég þoli ekki þeirra áróðursstefnu . Rétt eins og sumir þola ekki presta í skólum .

Margir þola alveg presta, en ekki bókina sem þeir nota .

Svo hélt ég líka að það væri ljóst, að skoðanir manna á samkynhneigð væri ekkert alltaf bundin við trúarbrögð . 

Það er alveg ásættanlegt að prestar séu ekki að hamast í skólum við að breyta trúarskoðunum barna, en þá er eins gott að samtökin 78 fari ekki að reyna sannfæra börn um að þeirra hneigð sé eðlileg . Hefur einhverjum tekist að sanna að svo sé ? Eitt dæmi úr dýraríkinu sannar ekki mikið . Þó svo að Biblían sé leiðindabók fyrir suma, er það engin ávísun á það, að fullyrðingar hennar um kynvillu séu rangar . 

Býr Biblían ekki til sannleikann ? Nú ef ekki hún, hvað þá ? Eðli og langanir nútímamannsins ? Hmm, nei . Það mundi tortíma öllu lífi ef það yrði gert . . . 

conwoy (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband