22.10.2010 | 15:30
Vantrú sigrar!
Þessi færsla er ekki um hinn ágæta félagsskap Vantrú heldur þá staðreynd að trúleysi dreifir úr sér með miklum hraða. Á flakki mínu um vefinn rakst ég á ágætis pistil, vel studdan heimildum, þar sem vöxtur frumkristninnar er settur í skemmtilegt samhengi og borinn saman við vöxt trúleysis.
Á fyrstu 300 árum kristni, frá krossfestingu að lögleiðingu, fjölgaði kristnum úr nokkrum þúsund í nokkrar milljónir. Mikill vöxtur, vissulega, en þegar tölurnar eru skoðaðar nánar kemur í ljós að fjölgunin nemur um 40% á áratug, eða aðeins minna en vöxtur Mormónakirkjunnar á 20. öld.
Mormónum fjölgaði um 43% á áratug á síðustu öld en sá vöxtur bliknar í samanburði við vöxt vantrúar í heiminum. Pistillinn sem ég nefni vitnar í merkilega heimild, svokallaða World Christian Encyclopedia ("Alfræðirit heimskristninnar") sem kom upphaflega út árið 1982 en í nýrri útgáfu 2001. Markmið þessa alfræðirits er að birta tölfræði um trúfélög um allan heim, hversu margir tilheyra hvaða trúfélagi á hverjum tíma, alla 20. öldina, frá 1900 - 2000.
Þessi merkilega útgáfa er núna komin á netið, undir heitinu World Christian Database, því miður þarf að borga fyrir aðgang að gagnagrunninum en hann er stöðugt uppfærður af stórum hópi sérfræðinga (samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hans). Tilgangur útgáfunnar er víst að mæla gagnsemi kristinnar trúboðsstarfsemi og starfið því væntanlega kostað af kristnum trúboðshreyfingum. Hvað um það, samkvæmt "Alfræðiriti alheimskristninnar" fjölgaði vantrúuðum í heiminum úr 0,2% árið 1900 í 15,2% árið 2001. Trúlausir, vantrúaðir eða hvað maður vill kalla það ("nonreligious") eru sem sagt sjötti hluti jarðarbúa, sjálfsagt rúmur milljarður í dag (tæpur milljarður fyrir 10 árum skv. alfræðiritinu). Þeim hefur fjölgað um 76% á áratug alla síðustu öld. Með sama vaxtarhraða verða trúalausir orðnir 100% jarðarbúa fyrir miðja öldina!
Auðvitað gengur það ekki eftir. En vöxturinn er samt merkilegur, Kristni náði 5-10% útbreiðslu fyrstu 300 árin (innan Rómarveldis), trúalausir eru orðnir 15% eftir 100 ár (meðal alls mannkyns). Ég hef áður haldið því fram að við séum að horfa upp á endalok kristninnar, ekki datt mér í hug að það myndi gerast svona hratt!
Tölur sem ég hef séð birtar í ýmsum skoðanakönnunum sýna að trúlausir (og trúhlutlausir) eru t.d. rúm 16% Bandaríkjamanna og fjölgar hratt, í flestum löndum Evrópu eru þeir einnig kringum 15% (þótt eitthvað sé hlutfallið lægra hér á Íslandi).
Á fyrstu 300 árum kristni, frá krossfestingu að lögleiðingu, fjölgaði kristnum úr nokkrum þúsund í nokkrar milljónir. Mikill vöxtur, vissulega, en þegar tölurnar eru skoðaðar nánar kemur í ljós að fjölgunin nemur um 40% á áratug, eða aðeins minna en vöxtur Mormónakirkjunnar á 20. öld.
Mormónum fjölgaði um 43% á áratug á síðustu öld en sá vöxtur bliknar í samanburði við vöxt vantrúar í heiminum. Pistillinn sem ég nefni vitnar í merkilega heimild, svokallaða World Christian Encyclopedia ("Alfræðirit heimskristninnar") sem kom upphaflega út árið 1982 en í nýrri útgáfu 2001. Markmið þessa alfræðirits er að birta tölfræði um trúfélög um allan heim, hversu margir tilheyra hvaða trúfélagi á hverjum tíma, alla 20. öldina, frá 1900 - 2000.
Þessi merkilega útgáfa er núna komin á netið, undir heitinu World Christian Database, því miður þarf að borga fyrir aðgang að gagnagrunninum en hann er stöðugt uppfærður af stórum hópi sérfræðinga (samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hans). Tilgangur útgáfunnar er víst að mæla gagnsemi kristinnar trúboðsstarfsemi og starfið því væntanlega kostað af kristnum trúboðshreyfingum. Hvað um það, samkvæmt "Alfræðiriti alheimskristninnar" fjölgaði vantrúuðum í heiminum úr 0,2% árið 1900 í 15,2% árið 2001. Trúlausir, vantrúaðir eða hvað maður vill kalla það ("nonreligious") eru sem sagt sjötti hluti jarðarbúa, sjálfsagt rúmur milljarður í dag (tæpur milljarður fyrir 10 árum skv. alfræðiritinu). Þeim hefur fjölgað um 76% á áratug alla síðustu öld. Með sama vaxtarhraða verða trúalausir orðnir 100% jarðarbúa fyrir miðja öldina!
Auðvitað gengur það ekki eftir. En vöxturinn er samt merkilegur, Kristni náði 5-10% útbreiðslu fyrstu 300 árin (innan Rómarveldis), trúalausir eru orðnir 15% eftir 100 ár (meðal alls mannkyns). Ég hef áður haldið því fram að við séum að horfa upp á endalok kristninnar, ekki datt mér í hug að það myndi gerast svona hratt!
Tölur sem ég hef séð birtar í ýmsum skoðanakönnunum sýna að trúlausir (og trúhlutlausir) eru t.d. rúm 16% Bandaríkjamanna og fjölgar hratt, í flestum löndum Evrópu eru þeir einnig kringum 15% (þótt eitthvað sé hlutfallið lægra hér á Íslandi).
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
Athugasemdir
....og ekki gleyma því að hlutfallið væri talsvert hærra hér ef ríkið skráði ekki alla í trúfélag við fæðingu..
Skemmtilegur pistill hjá þér
Styrmir Reynisson, 22.10.2010 kl. 15:39
Nú er ég fyrst og fremst að tala um niðurstöður skoðanakannana, ekki skráningar í trúfélög (enda eru slíkir listar víðast hvar ekki aðgengilegir eins og hér á landi). Ef ég man rétt þá segjast 3/4 Íslendinga vera trúaðir, 1/2 kristinn. En aðeins um 10% eru trúlausir. Kannski er þetta samt spurning um skilgreiningu, "nonreligious" gæti þá hugsanlega náð yfir þann fjórðung þjóðarinnar sem er trúlaus eða áhugalaus um trú.
Brynjólfur Þorvarðsson, 22.10.2010 kl. 15:48
Heimur "bestnandi" fer!
Róbert Björnsson, 22.10.2010 kl. 16:14
Í ljósi aukinnar thekkingar er thetta edlileg thróun.
Jamm (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 16:20
Trúarbrögð rísa og falla eins og önnur mannanna verk... en ég vil leyfa mér að fullyrða að trú er eitthvað sem verður ekki kæft. Það þarf ekki að vera skortur á trú, trúleysi eða vantrú þó að þú hafnir kennivaldi trúarbragða.
Mín skoðun er að Vantrú mun aldrei sigra, en er hlekkur í afli breytinganna... einskonar niðurrifsafl án þess að meina það neikvætt þar sem niðurrif er nauðsynlegur hlekkur í lífskeðjunni, það afl sem örvar rotnun hinnar deyjandi hugmyndafræði.
Hinsvegar er ég forvitinn að sjá hvað fæðist í kjölfarið... hvernig nálgast menn þá helgidóminn ?
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 16:22
Sæll Ólafur. Þú hefur eflaust rét fyrir þér, trú verður aldrei kæfð (enda held ég að það ætli sér enginn að gera það!) en ég er ekki viss um að það sé einhver nauðsyn á að "nálgast helgidóminn" í gegnum trú á yfirskilvitleg fyrirbæri.
Brynjólfur Þorvarðsson, 23.10.2010 kl. 13:54
Samkvæmt trúarlífskönnun sem finna má á vef kirkjunnar: http://www.kirkjan.is/skjol/truarlif_islendinga_2004.pdf
má sjá að 69,3% telja sig trúaða, 19,1% trúlausa og 11,6% hvorki né. Af þeim sem segjast trúaðir eru 76,3% sem telja sig kristna eða 52,9% þjóðarinnar í það heila.
En semsagt 19,1% trúlausir og spurning hvernig túlka á "Hvorki né" hópinn. Það má eflaust færa rök fyrir því að sá hópur sé í raun trúlaus líka sem mundi gefa okkur 30,7% trúleysi. Batnandi þjóð er best að lifa.
Reputo, 31.10.2010 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.