"Ein trú, ein þjóð, ein kirkja"

Hann er nú ótrúlega lífsseigur þessi misskilningur um að Siðmennt standi að þeim breytingum sem eru að verða á skólakerfinu með úthýsingu kristninnar, og að Siðmennt sé á móti íslenskri menningu sem birist m.a. í kristnum hefðum okkar.

Varðandi fyrri liðinn þá eru breytingarnar sem nú eru að verða (t.d. línan um kristið siðgæði tekin út, áréttað að fermingarfræðsla eigi sér ekki stað á skólatíma, greinin "Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði lögð niður) afleiðing af dómi Mannréttindadómstólsins. Norðmenn eru að gera sömu breytingar á sínu skólakerfi og mér skilst að þeir séu komnir lengra ef eitthvað er. Allt er þetta síðan í samræmi við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Eina sem Siðmennt gerði var að fagna breytingunum! En það er sem sagt mannréttindadómstóll Evrópu og mannréttindanefndi Sameinuðu þjóðanna sem er um að kenna. þaðan kemur sú hatramma afstaða sem biskup vill kalla svo.

Hinn misskilningurinn snýr að íslenskri menningarhefð. Reynar er það merkilegt að Þjóðkirkjan virðist ætla að standa fyrir þjóðrembu og þjóðernisstefnu sem hefur ekki sést lengi. Það sem Frjálslyndi flokkurinn flaskaði á ætlar Biskupinn að taka upp á sína arma: Selja boðskapinn með vísan í fordóma gegn útlendingum og öllum sem eru "öðruvísi".

Um leið segir hann: "Við kristnir eigum samleið með fordómunum. Hatarar útlendinga og múslíma og samkynhneigðra og trúleysingja, sameinumst í kærleik og kristnu siðgæði."

Úff, manni bara svimar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi færlsa er nú meiri grauturinn

Jakob (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Takk fyrir það. Ekki er nú allt blómkálssúpa.

Brynjólfur Þorvarðsson, 10.12.2007 kl. 23:08

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband