Þjóðkirkjan í frjálsu falli - Björn Bjarnason birtir tölurnar.

Íslendingum fjölgaði um 5611 á þessu ári en meðlimum í Þjóðkirkjunni um 227. Það er eiginlega ekki hægt að nota lýsingarorð um þessar tölur. Ríkiskirkjan lögverndaða á 4% af fjölgunninni. Ekki 40%, ekki 94% heldur 4%! Þetta er stofnunin sem vill frjálst aðgengi í skóla landsins, stofnunin sem fær 4 milljarði á ári frá ríkissjóði. Þetta er stofnun í frjálsu falli, stofnun í andarslitrunum.

Skoðum tölurnar aðeins betur. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru Íslendingar 312.261 þann fyrsta desember síðastliðinn og hafði fjölgað úr 307.261 ári fyrr. Þessar tölur og margar fleiri er að finna hjá www.hagstofa.is

Skráðir í Þjóðkirkjuna voru 252.234 manns fyrir ári síðan, eða 82,1% þjóðarinnar. Samkvæmt tölum sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra birtir á heimasíðu sinni voru meðlimir Þjóðkirkjunnar 252.461 þann fyrsta desember síðastliðinn eða 80,7%. Tölurnar hans Björns má finna á http://www.bjorn.is/dagbok/nr/4295.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband