Trúlausum fjölgar hundrað sinnum hraðar en Þjóðkirkulimum hlutfallslega. Björn Bjarnason birtir tölurnar.

Enn kemur Björn Bjarnason til hjálpar og birtir tölur sem segja ótrúlega mikið - og kannski meira en hann vildi sjálfur! Meðlimum í Þjóðirkjunni fjölgaði um 227 manns á þessu ári eða heil 0,09%. Skráðum utan trúfélaga fjölgaði hins vegar um 760 manns eða svo (*), meira en þrefalt í tölum talið og meira en hundraðfalt hlutfallslega - 9,5% er rúmlega hundrað sinnum meira en 0,09%!

(*) Tölurnar eru byggðar á dagbókarfærslu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra, sjá http://www.bjorn.is/dagbok/nr/4295 . Björn birtir reyndar ekki fjölda þeirra sem skráðir eru utan trúfélaga en segir að þeir séu 2,8% þjóðarinnar. Miðað við 312.872 Íslendinga gerir það um 8760 einstaklinga en samkvæmt tölum Hagstofunnar, sjá www.hagstofa.is , voru 7997 utan trúfélaga í fyrra. Mismunur er 763, sem gerir fjölgun upp á 9,5%.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rangt er að gefa sér, að allir utan trúfélaga séu "trúleysingjar". T.d. er hann Janus Hafsteinn Engilbertsson, einn okkar ágætustu Moggabloggara, utan trúfélaga, en afar trúr kristinn vitnisberi og gefandi í pistlum sínum.

Þar að auki er sennilegt, að ýmsir Kínverjar séu á meðal þeirra, sem á síðustu árum hafa verið skráðir utan trúfélaga, en þeir eru nú flestir á förum til síns heima, flestir eftir störf á Austurlandi. 

Og fleira þurfa menn að hyggja að, áður en þeir meðtaka þá kolröngu ályktun þína, að trúleysingjum sé að fjölga alveg óskaplega, sjá þessa aths. mína á nýrri vefslóð þinni.

En mér dettur í hug, að þessi skrif þín eigi að vera einhvers konar sálaruppbót á þá nöpru staðreynd fyrir ykkur þá trúlausu, að upphlaup Þorgerðar Katrínar og ykkar gegn stöðu kristindóms í skólum okkar og þjóðlífi hefur haft þau áhrif, að miklu fleiri sjá nú þörf hjá sér til að rækta sínar kristnu rætur og trúararfleifð, eins og kemur m.a. fram í fréttum af stóraukinni kirkjusókn um þessi jól.

Óska öllum lesendum þínum og þér sjálfum góðra og gleðilegra jóla. 

Jón Valur Jensson, 26.12.2007 kl. 15:18

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll enn og aftur Jón Valur og þakka þér kærlega fyrir innlitið.

Þú ert eins og alltaf uppfullur af náungakærleik og kristilegu siðgæði. Mættir kannski auka aðeins við málefnalegu hliðina og draga lítillega úr hrósyrðunum? Maður fer hreinlega hjá sér!

"Stórfellda" kirkjusóknin var nú skemmtileg, ekki man ég betur en að prestar haldi því almennt fram að kirkjur séu fullar yfir jólin - hvar voru þá þessi "stórfellda" aukning? Á göngum og á bílastæðum?

Annars er ekkert skrítið að þeir hörðustu safnist að sínum mönnum þegar syrtir í álinn. Það sem er merkilegast er að þeir skuli ekki vera fleiri sem vilja sýna stuðning sinn í verki, þessu apparati sem á að vera þjóðarinnar, þessu apparati á fjárlögum. Nokkur hundruð manns af 300.000 manna þjóð er auðvitað hallærislegt og væri nær að sleppa því að minnast á það.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.12.2007 kl. 15:53

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Nokkur hundruð manns af 300.000 manna þjóð ..." Er ekki allt í lagi á þessum bænum? Sennilega verða kirkjugestir fremur taldir í tugum þúsunda um jólin. – Hefðirðu svo farið inn á Rúv-vefslóðina undir lok athugasemdar minnar, hefðirðu séð, hvað ég átti við.

Svar þitt er í raun lítið svar við innleggi mínu. Samt gafstu þér tíma til að býsnast yfir hrósyrðum frá mér. Taktu því rólega, ég var ekki að hrósa þér, ætti nú ekki annað eftir, miðað við suma pósta þína og greinar. Sá eini, sem ég hrósaði, hann Janus Hafsteinn, átti það meira en skilið.

Jón Valur Jensson, 26.12.2007 kl. 16:57

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll aftur Jón Valur 

Fréttina á RUV var ég búinn að lesa. Þar var akkúrat ekkert haldbært en fyndið að sóknarprestur Garðabæjarsóknar (sem var greinilega ekki með á nótunum) mundi ekki eftir betri kirkjusókn "á aðfangadagskvöldi seinni árin". Sorglegt.

Án þess að hafa einhverjar tölur í höndunum eru svona fullyrðingar marklausar. Enginn telur í kirkjurnar og engin getur fullyrt neitt um kirkjusókn. Einu "upplýsingarnar" koma frá prestunum sjálfum sem eru nú varla hlutlausir!

Þessi nokkur hundruð manns sem ég minntist á var hugsanleg aukning í kirkjusókn umfram fyrri ár. Ekki heildarkirkjusókn eins og þér tekst að misskilja mig. Mér finnst trúlegt að þetta sé einmitt nokkur hundruð manns, þessi gríðarlega samstaða sem kirkjunni er sýnd. Andlegt gjaldþrot hennar kemur fram í tölunum, þær ljúga ekki.

En Jón Valur, þú ert alltaf að hrósa mér! Öll fúkyrði frá þér er eins og sætur nektar í mín eyru (úbbs léleg myndlíking) og því reiðari sem þú verður því betur veit ég að ég er að gera rétta hluti. Þú ert eins og þokulúðurinn, hávaðinn vísar rétta veginn.

Svo er skemmtilegt þegar augljósar talnaupplýsingar verða að "kolröngum" niðurstöðum, bara af því að þér þóknast þær ekki. Ef maður hlær ekki þá alla vega brosir mar út í annað.

En Jón Valur, þú ert nú mikill trú- og biblíuspekingur, ég vil bjóða þér að lesa pistilinn um Pál hjá mér og þær umræður sem spunnust út frá honum. Þar er margt gott handa þér, vonandi lærir þú eitthvað að því. Svo er ég með pistil sem birtist næstu daga þar sem ég sýni fram á að vitnisburður guðspjallanna um upprisuna eru greinilega dagsannar og byggðar á nákvæmri skráningu sjónarvotta.

kær kveðja

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.12.2007 kl. 17:09

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Smá framhald, ég var að fá skýrslu frá vantrúarsegg sem var dreginn í Fríkirkjuna í Reykjavík af fjölskyldunni. Þétt setið á neðri hæð, hálf-setið á svölum, engir sem stóðu fyrir utan og komust ekki inn! Alls um 400 manns þ.a. "trúarvakningin" mikla hefur varla dregið nema nokkra tugi aukalega í þessa tilteknu kirkju.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.12.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband