Þola trúmenn ekki samræður?

Skúli múslímabloggari var ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér þótti málflutningur hans oft hatursfullur og einstrengingslegur gagnvart múslímum, hann virtist tína til það versta úr þeirra trúarriti og reyndi að draga upp mynd af íslam sem trúarbrögðum haturs og ofbeldis. Persónulega finnst mér biblían síst skárri og kristnir eiga nú enn vinninginn í illverkum ef við skoðum söguna.

En að það hafi verið ástæða til að banna Skúla af moggabloggi, það bara skil ég ekki. Skúli hefur rétt á að segja sínar skoðanir og það var alltaf fyndið að sjá trúfólkið, uppfullt af "kristilegum kærleika" taka undir hatursboðskapinn - nokkuð sem er þeirra réttur.

Annað sem er einkenni trúmanna er að þeir þola illa málfrelsi, þeir banna þennan og klippa út það sem hinn segir. Trúarbrögð þola ekki frjálsa hugsun. Því miður hafa trúarbrögð enn of sterk ítök í samfélagi okkar. Það er í skjóli þess sem Skúli er bannaður - það er í anda þeirra sem telja að trúarbrögð séu æðri mannlegum rétti. Í anda hins kristilega siðgæðis sem telur að guð hafi forgang.

Maðurinn víkur, málfrelsið víkur, frelsið víkur - trúarbrögðin ríkja. Sá sem ekki makkar rétt er bannaður, frjáls skoðanaskipti er ógnun við kristni jafnt sem íslam.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Violence and CrueltyTotal versesPercent
Bible876311732.81
Quran51362368.23

When expressed as a percentage of cruel or violent verses (at least as marked in the SAB/Q), the Quran has nearly three times that of the Bible. (8.23 vs. 2.81%)* Of course this analysis does not consider the extent of the cruelty in the marked passages. And that is an important consideration. Is Numbers 31:14-18, for example, more cruel than Quran 5:34? That is something that each person must decide.

 http://dwindlinginunbelief.blogspot.com/2006/06/which-is-more-violent-bible-or-quran.html

datt í hug að þér þætti þetta fróðlegt. 

Linda, 20.4.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæl Linda og takk fyrir þetta innlegg.

Biblían er náttúrulega miklu stærri bók og fjöbreyttari - sálmarnir, öll lögmálin, öll "sagnfræðin". Hreinn prósentusamanburður er kannski ekki alveg sanngjarn.

Eitt það grimmilegasta í biblíunni finnst mér vera þessi hugmynd að það sé hægt að drepa einn mann (og pynta hann grimmilega fyrst) fyrir hönd annarra. Að það sé einhver gleðiboðskapur fólginn í því að drepa, að það sé einhver frelsun eins í dauða annars.

Guð drepur okkur öll fyrir eplið hennar Evu (skv. Biblíunni), loks drap hann sinn einkason sem n.k. undirskrift á dæmigerðum mafíósasamningi -ef við skrifum undir samninginn á móti þá verðum við ekki drepin. Þetta er hin kristna Biblía og þetta þykir mér ótrúlega grimmur boðskapur.

Brynjólfur Þorvarðsson, 20.4.2008 kl. 00:36

3 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Ánægjulegt að sjá þig blogga aftur. Sjálfur hef ég ekki haft áhuga né nennu til þess.

Hvað varðar hryðjuverkablogg Skúla, þá skil ég svosem að fólki sé mörgu ansi niðrifyrir. Ég renndi yfir bloggið hjá Salmann Tamini og mig langði til að benda honum á að þetta væri örugglega ekkert persónulegt, neitt frekar en þegar menn rífast um Manchester United og Liverpool í enska boltanum... En ég nennti því ekki. Það vou þegar komnar yfir hundrað athugasemdir.

Víðir Ragnarsson, 20.4.2008 kl. 01:03

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Brynjólfur

Sammála sumu en ekki öllu. Finnst að frelsinu verði að fylgja einhver ábyrgð. Hvað má ekki ef allt það sem Skúli lét frá sér má? Tilgangslaust að hafa einhverja löggjöf sem vernda á samfélagið fyrir gengdarlausum hatursáróðri, ef ekkert flokkast síðan undir slíkt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 01:14

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mér fannst þessar bloggfærslur Skúla mjög svo ógeðfelldar. Þó ég hafi ekki lesið allt sem hann skrifaði þá sá ég hann aldrei fara yfir bannstrikið.

Hafi hann beinlínis hvatt til ofbeldis þá er það of langt gengið. En að einhverjum hafi fundist þetta móðgandi, það er bara ekki nóg.

Það hefði verið miklu betra ef Skúli hefði aldrei bloggað eins og hann gerði, þetta var óþarfur hatursáróður. Það er miklu verra að hann skuli hafa verið bannaður.

Brynjólfur Þorvarðsson, 20.4.2008 kl. 09:32

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég fylgdist grannt með bloggi Skúla og það mátti oft ekki á milli sjá hvort hann var að hvetja til ofbeldis eða "bara" að réttlæta það. Ofbeldi er líka teygjanlegt hugtak. Spurningin er þá hvar er "bannstrikið"?

Í þessu sem og svo mörgu öðru væri gott að geta reitt sig á siðferðiskennd hvers og eins. En því miður gengur það ekki upp þegar að lögum landsins kemur.  Lögfræðingar blog.is voru/eru sannfærðir um að Skúli hafi brotið samþykktir blog.is og að hann hafi einnig verið í blóra við íslenska löggjöf.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Svanur, ég gagnrýndi Skúla sjálfur fyrir það sem mér fannst vera hvatning til ofbeldis. En hann sagði aldrei "farið og drepið þennan" eða "farið og lemjið hinn". Reyndar er ég ekki viss um að það sé beinlínis bannað!

Lög um ærumeiðingar, um guðlast osfrv. sem er að finna hér á Íslandi, þurfa öll að víkja fyrir mannréttindasáttmálum sem eru nýrri sem löggjöf. Eitt skiptið þegar JVJ hótaði mér lögsókn fyrir guðlast bauðst ég til að skrifa kæruna fyrir hann og kynnti mér málið en það er ekki lengur hægt. Lögin standast ekki, þau brjóta gegn mannréttindasáttmálum sem hafa verið lögteknir hér á Íslandi.

Enda væri ég sáttur við það ef Skúli hefði verið tekinn fyrir dómstóla, dæmdur með einhverjum hætti. Þá hefðum við fengið það á hreint fyrir hvað hann var bannaður og einnig, hvar línurnar liggja.

Það sem við höfum í staðinn er trúmannasamtrygging, málfrelsið kæft til að vernda trúna. Við skulum vernda ykkur núna (segja kristnir) því við getum notað ykkar röksemdir til að vernda okkur sjálf seinna, þegar við viljum fara að banna vantrúarbloggin.

Mogginn er ekki í fyrsta skipti að beita sinni þungu grænmygluðu ritskoðunarhendi. Þeir mega það, þetta er þeirra vefsvæði alveg eins og prentmiðillinn er þeirra eiginn. Við getum mótmælt, það hefur engin áhrif.

En ef mótmæli mín verða til þess að Skúli opnar sína vefsíðu annars staðar þá er ég sáttari við það heldur en ekki, jafnvel þótt ég vildi að Skúli hefði aldrei farið af stað með sitt hatursviðbit.

Brynjólfur Þorvarðsson, 20.4.2008 kl. 12:03

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 Takk fyrir þetta Brynjólfur.

Ég er alveg sammála um að málið lyktar sterklega af samtryggingaróþefnum. Það er einmitt pointið mitt á mínu eigin bloggi. Vona að vantrúarmenn taki ekki þátt í þeirri hræsni.

Sé meiðyrðalöggjöfin á gráu svæði þegar kemur að samræmingu við alþjóðasáttmála, gildur réttur umráðanda í þessu tilfelli blog.is eins og þú bendir réttilega á.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 12:41

9 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæll Brynjólfur.helduru  að kristnir hérna að þeir vilji  vilja fara að banna vantrúarbloggin. nei common en kallinn minn þú þarft endilega sjá myndina

Islam: What the West Needs to Know (2007) hún er til í laugarás video  hún er rosa góð

Jóhann Helgason, 21.4.2008 kl. 15:29

10 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Jóhann

Nei, ég hed að kristnir almennt séu ekkert á því að banna vantrúarblogg. En sumir þeirra eru það, sumir þeirra vilja banna eða kæfa umræðu. Það eru oft miklar tilfinningar í húfi og það sem við vantrúarseggir segjum getur svo sannarlega móðgað trúmenn.

Nú sjá þeir að þetta er hægt - Skúli bannaður fyrir að móðga íslam. Hver verður þá næstur, bannaður fyrir að móðga kaþólska (eins og ég gerði nýlega allrækilega) eða bara kristna almennt?

Að öðru, þau átök sem eru í dag milli íslamska heimsins og þess kristna snúast ekki um trúarbrögð. Í mínum huga gæti þetta alveg hafa snúist við, Evrópa verið íslömsk og Arabalöndin kristin - við værum í nákvæmlega sömu stöðu. Fyrir rúmum 900 árum snéri dæmið einmitt akkúrat á hinn veginn, kristnar þjóðir langt á eftir múslímum á öllum sviðum, múslímar búnir að hertaka nánast öll meginlönd kristinna og ógnuðu þeim sem eftir stóðu. Þá var farið í "heilagt stríð", trúin notuð með góðum árangri til að réttlæta grimmdarverk hvers kyns. Kristna trúin. Múslímar hristu hausinn yfir þessum villimönnum.

Kristni er nefnilega ekki hótinu skárri, þetta er allt sama mannskemmandi vitleysan.

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.4.2008 kl. 20:07

11 Smámynd: Jóhann Helgason

Brynjólfur'Íslam þau er soldið  mikið sér á parti þau koma frá menningu sem er ekkert frelsi engin sjálfstæð hugsun svo kemur okkar vesturlanda menning , átök sem eru í dag milli íslamska heimsins  og Vesturlanda sem eru ekkert endilega kristinn sem slíkur , en múslímar vilja kúga hinn vesturlanda heiminn inn sinn heim  . það er  ég á móti  Því sem vesturlanda búi fyrst og fremst , Þú veist eins vel og ég að Vesturlöndin eru ekkert endilega kristin sem slík heldur er margbreyti leikin sumir trú lausir aðrir nýöld ,búddistar allt ég nenni telja alla upp sumir kristnir en margar tegundir af kristnum til.

Jóhann Helgason, 21.4.2008 kl. 23:43

12 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þú ert að meina að Íslam sé svona kerfi eins og kommúnismi? En það er ekki mikil hefð fyrir sjálfstæðri hugsun eða frelsi hér á Vesturlöndum (kannski síðasta hálfa öld eða svo að meðaltali), reyndar hafa múslímar lengst af verið opnaðri fyrir frjálsri hugsun en við Vesturlandabúar.

Vandamálið í dag er ekki að múslímar eru að ráðast á Vesturlönd. Þvert á móti, það eru Vesturlönd sem ráðast á múslíma. Líttu í kringum þig. Hvort drepum við fleiri múslíma en öfugt? Hvort ráðumst við meira inn í lönd þeirra en öfugt? Hvort reynum við að skipta okkur að stjórnarfari þeirra og menningu eða öfugt? Hvor hefur meira vægi á alþjóðavísu, hefur meira vopnavald, meiri peninga, útbreiddari menningu? Vesturlönd.

Múslímar líða margir gríðarlega niðurlægingu vegna þessa, sumir þeirra gripa til ofbeldis sem leið út. En lang flestir vilja bara vera eins og við! Það er nú málið, samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti íbúa íslamskra landa búa við vestrænt þjóðskipulag.

Jóhann, þú sérð bara örfáa trúarnöttara og ætlar að dæma Íslam eftir því. Hvernig heldur þú það væri ef við værum öll dæmd eftir Skúla, Snorra í Betel og Gunnari í Krossinum ásamt nokkrum djúsí og velvöldum köflum úr bibliunni sem ekki bara heimila heldur beinlínis fyrirskipa innrásir og fjöldamorð?

Og það þyðir ekki að koma með einhverjar tilvitnanir í kóraninn. Biblían okkar er verri, en hún stjórnar okkur til allrara hamingju ekki. Sama gildir um íslam, lengst af (og víðast hvar) láta menn ekki verstu vitleysuna úr kóraninum stjórna sér. Fjölmennasta múslímaland í heimi er t.d. hamingjusamlega fjölmenningarlegt og þar dettur mönnum ekki i hug að vera með eitthvað sharía kjaftæði. Gettu nú hvar það er!

Brynjólfur Þorvarðsson, 22.4.2008 kl. 20:10

13 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðilegt sumar Binni og takk fyrir bloggveturinn!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:11

14 identicon

Ath það Brynjólfur, að meginþorri islam vill ekki aðlagast Kristnum og helst ráða yfir þeim og beygja þá undir sínar hefðir . Er það Kristilegur kærleikur, að láta undann þrýstingi frá islam . Held ekki .

Skúli gaf sér þó tíma til að lesa kóraninn áður en hann fór að gagnrýna hann . Hins vegar eru heilu tonninn af vantrúuðum að gagnrýna Biblíuna sem þeir hafa varla lesið nema til hálfs ef það þó nær því .  Og ummælin sem þeir fleygja fram um Guð Biblíunna, eru nokkuð svæsnari en ummæli Skúla hafa nokkuð tímann orðið .

conwoy (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 00:01

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Titillinn þinn: "Þola trúmenn ekki samræður" er álíka vitlaus og hann er fullyrðing. Í fyrsta lagi hafa margir kristnir verið mjög ötulir við að gagnrýna þessa ritskoðun, og öðru lagi fór ég sjálfur ásamt Skúla á útvarp sögu og ræddi þetta á miðvikudaginn var.  Ég stóð sjálfur fyrir afar fjölsóttum pistli þar sem þetta var rætt, og var ég í fyrsta sinn með samherja úr þínum röðum sem voru sammála mér.

Þannig titillinn þinn er rangur og vona ég að þú breytir honum hið fyrsta, því ekki voru þetta allir "trúmenn" heldur aðllega fúlir múslimar sem þoldu ekki sannleikann um þá og fóru fram á þessa ritkoðun í kjölfar heimsókna Abbas. Þetta ætti fremur að vera "þola múslimar ekki samræður".

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband