Færsluflokkur: Bloggar

Þola trúmenn ekki samræður?

Skúli múslímabloggari var ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér þótti málflutningur hans oft hatursfullur og einstrengingslegur gagnvart múslímum, hann virtist tína til það versta úr þeirra trúarriti og reyndi að draga upp mynd af íslam sem trúarbrögðum haturs og ofbeldis. Persónulega finnst mér biblían síst skárri og kristnir eiga nú enn vinninginn í illverkum ef við skoðum söguna.

En að það hafi verið ástæða til að banna Skúla af moggabloggi, það bara skil ég ekki. Skúli hefur rétt á að segja sínar skoðanir og það var alltaf fyndið að sjá trúfólkið, uppfullt af "kristilegum kærleika" taka undir hatursboðskapinn - nokkuð sem er þeirra réttur.

Annað sem er einkenni trúmanna er að þeir þola illa málfrelsi, þeir banna þennan og klippa út það sem hinn segir. Trúarbrögð þola ekki frjálsa hugsun. Því miður hafa trúarbrögð enn of sterk ítök í samfélagi okkar. Það er í skjóli þess sem Skúli er bannaður - það er í anda þeirra sem telja að trúarbrögð séu æðri mannlegum rétti. Í anda hins kristilega siðgæðis sem telur að guð hafi forgang.

Maðurinn víkur, málfrelsið víkur, frelsið víkur - trúarbrögðin ríkja. Sá sem ekki makkar rétt er bannaður, frjáls skoðanaskipti er ógnun við kristni jafnt sem íslam.


Þjóðkirkjan á hraðri niðurleið. Tölur síðustu 18 ára.

það var sannkallað góðverk hjá Birni Bjarnasyni að birta tölur um trúfélagskráningar 2007 á vefsíðu sinni - áður en Hagstofan nær að birta þær! Þar kemur fram að Þjóðkirkjan er í frjálsu falli og umtal síðustu missera um "vinaleið" og "leikskólatrúboð" hefur ekki orðið til að styrkja hana - þvert á móti. Hér eru tölur síðustu átján ára, fengnar frá www.hagstofa.is og (horfnu) Dagbókinni hans Björns Bjarnasonar.

 

Íbúar

í ÞK

Hlutfall

Fjölg. Íbúa

Fj. Í ÞK

1990255.708236.95992,7%
1991259.577239.32192,2%1,5%1,0%
1992262.193241.63492,2%1,0%1,0%
1993264.919243.67592,0%1,0%0,8%
1994266.783244.92591,8%0,7%0,5%
1995267.806245.04991,5%0,4%0,1%
1996269.727244.06090,5%0,7%-0,4%
1997272.069244.68489,9%0,9%0,3%
1998275.264246.01289,4%1,2%0,5%
1999279.049247.24588,6%1,4%0,5%
2000282.849248.41187,8%1,4%0,5%
2001286.250249.25687,1%1,2%0,3%
2002288.201249.45686,6%0,7%0,1%
2003290.490250.05186,1%0,8%0,2%
2004293.291250.66185,5%1,0%0,2%
2005299.404251.72884,1%2,1%0,4%
2006307.261252.23482,1%2,6%0,2%
2007312.872252.46180,7%1,8%0,1%

 

Eins og sést minnkar hlutfall Þjóðkirkjunnar um nærri 10 prósentustig á áratug. Sú þróun ágerist mjög, 1990 - 1999 minnkar hlutfallið um 4,1 prósentustig, 1998-2007 um 8,7 prósentustig. Framreiknað er auðvelt að sjá að hlutfall þeirra sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna verður komið niður fyrir 50% fyrir miðja öldina.

Töluleg fjölgun milli ára segir einnig sína sögu:

 

 

 

í ÞK

Töluleg fjölgun

1990236.959
1991239.3212.362
1992241.6342.313
1993243.6752.041
1994244.9251.250
1995245.049124
1996244.060-989
1997244.684624
1998246.0121.328
1999247.2451.233
2000248.4111.166
2001249.256845
2002249.456200
2003250.051595
2004250.661610
2005251.7281.067
2006252.234506
2007252.461227

Árið 1991 eru úrskráningar fáar og flest börn skrást sjálfkrafa inn í Þjóðkirkjuna. Árin 1995 og 1996 fjölgaði úrskráningum verulega þegar biskup gerðist fjölþreifur. Lítil fjölgun árið 2002 er að mestu vegna mjög lítillar fæðingartíðni það ár. Fækkun ársins 2007 skýrist hins vegar helst vegna deilna sem Þjóðkirkjan hefur staðið í allt árið um rétt sinn til að reka trúboð í leik- og grunnskólum.

Framreiknun þessara talna (þ.e. besta línulega nálgun) sýnir neikvæðar tölur eftir tvö ár (þ.e. töluleg fækkun milli ára) og fækkun um 1000 manns á ári eftir tíu ár.

Þessar tölur sýna að starfsmenn Þjóðkirkjunnar hljóta að vera örvæntingarfullir - milljarðir í ríkissjóð, embættismannalaun og lífeyrir, sporslur og fríðindi, allt þetta byggir á því að vera kirkja þjóðarinnar. Kirkja hálfrar þjóðarinnar hangir ekki lengi á ríkisspenanum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband