Snorri fallinn í náttúrufræði

Snorri í Betel heldur að risaeðlurnar hafi dáið út fyrir 160 milljónum ára, samkvæmt síðustu bloggfærslu hans. Eins og allir aðrir vita þá er hið rétta að þær dóu út fyrir um 65 milljónum ára.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég gerði einmitt athugasemd við þetta og benti honum á að hvert skólabarn vissi þetta, enda hafi þau lesið fleiri en eina bók.  Hef ekki kíkt á þetta aftur, en ég held að athugasemdirnar hafi ekki náð í gegnum ritskoðunarsíuna hans.  Ég tók þó mynd af færslunni, svona ef hann skyldi láta hana hverfa í skömm.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2010 kl. 16:15

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2010 kl. 16:22

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Færslan stendur enn, með öllum sínum rit og staðreyndavillum, en tvær athugasemdir frá mér frá í gær, þar sem ég leiðrétti ósköpin hafa ekki hlotið náð.  Kannski verður þetta þemað í prédikun morgundagsins. Þ.e. hversu lygnir og heimskir vísindamenn eru og hversvegna þekking og vísindi eru samsæri trúarbrögðum hans til höfuðs.

Sumir hefðu sagt að Snorri væri ignorant og ofstækisfullt fífl, en ég læt vera að taka svo terkt til orða á opinberum vettvangi.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2010 kl. 16:32

4 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Ekki hefur mín athugasemd komist inn heldur.. ætli hann vilji ekki viðurkenna sín eigin mistök og leiðrétta þessa massívu villu ? :D

Charles Geir Marinó Stout, 15.5.2010 kl. 16:40

5 Smámynd: Arnar

Loksins þegar kallinn birti athugasemdirnar komu 30 leiðréttingar inn.

Sé ekki að hann hafi leiðrétt færsluna.

Arnar, 17.5.2010 kl. 10:46

6 identicon

Hér er varla um fall að ræða því stærðfræðin er rétt en forsendurnar sagðar rangar. Eru forsendur fyrir aldri jarðar 4,55milljarðar ára réttar?

Eftir því sem ég hef kannað málin þá er hér aðeins um áætlanagerð að ræða, jafnvel ekki jafn örugga áætlun og með dreifingu öskunnar yfir Evrópu. Það er skv. vísindum og í dag vilja allir endurskoða forsendurnar.

Halda menn að allar forsendur vísindanna sé heilagur sannleikur. Góðir og gegnir vísindamenn eru alltaf að endurskoða og endurmeta forsendurnar.

Það er greinilegt að þolinmæði ykkar er ekki mikil. Ég var á ferðalagi um helgina og komst ekki í tölvu fyrr en að því loknu. Þess vegna birti ég allt án athugasemda. Er ég sá þessa síðu þá kom mér í hug að útskýringar ykkar byggja á forsendum. Niðurstaðan var ekki endilega röng skv. forsendunum. En forsendurnar voru rangar og þá óvísindalegar.

"Errarum humanum est", en ég fyrirgef ykkur þetta, auðvitað!

En strákar, var ekki risaeðlusporið í leirlagi? Sem myndast helst í vatni, eða flóði, kannski?

kær kveðja

Snorri 

snorri í betel (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 17:27

7 Smámynd: Odie

Heldur Snorri að vatn hafi aðeins verið á jörðinni vegna flóðs ?  Ég er að reyna skilja karlinn en ég horfi bara út um gluggann og það er rigning !

Síðan ætlaði ég að skreppa í veiði um helgina en það er ljóst að ég þarf að bíða eftir næsta flóði. 

Odie, 19.5.2010 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband