6.9.2007 | 19:53
Bandaríkjamenn: Sódóma og Gómorra voru hjón!
Bandaríski prófessorinn Stephan Prothero hefur kannað hvað Bandaríkjamenn vita um Biblíuna og niðurstaðan er vægast sagt fyndin. Þeir vita ekki neitt! Meðal þess sem hann komst að er:
60% geta ekki nefnt fimm af boðorðunum tíu
50% framhaldsskólanema halda að Sódóma og Gómorra voru hjón
33% vissi hver flutti fjallræðuna
50% gátu nefnt einn eða fleiri guðspjallamenn
50% vissu ekki hver er fyrsta bók Biblíunnar
75% halda að í Biblíunni standi að guð hjálpi þeim sem hjálpar sér sjálfur (það var Benjamín Franlín sem sagði það)
10% halda að Jóhanna af Örk var konan hans Nóa
Evangelískir kristnir vissu ekkert meira en aðrir. Var einhver að tala um fáfræði og kristni?
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Það fer eftir markmiðinu! Persónulega finnst mér allt í lagi að fólki viti þetta, og fleira úr Biblíunni. Það hvetur síst til trúar að lesa það rit.
Brynjólfur Þorvarðsson, 6.9.2007 kl. 20:53
Þú ert góður að hafa lesið Biblíuna alla, mér fannst t.d. Leviticus, Numeri og Deuteronomium ótrúlega leiðinlegt. Ég játa að ég hljóp yfir kafla og kafla í þeim bókum.
Sá sem finnur trú eins og þú hefur vissulega fundið meira en ég fann! En svona er lífið, ekki getum við öll verið sammála.
Brynjólfur Þorvarðsson, 6.9.2007 kl. 21:42
Er ekki bara þjóráð að hafa svona könnun hérna á Íslandi, en hátt í 90% þjóðarinnar telur sig vera kristna, ég efa stórlega að við fengjum eitthvað merkilegri svör en þau sem fást þarna í könnuninni. En þó verður að segjast að svona almennt þá eru Íslendingar upplýstari en BNA menn, en þegar kemur að málum eins og trúmálum þá er þekking þar mjög lítil og skiptir litlu hver umræðan er.
Málið er að þegar verið er að merkja manneskjur, hópa eða þjóðir eftir einhverri ákveðinni trú án þess að hafa nægilega innsýn inní þá trú til að greina hvort hún sé í samræmi við það sem manneskjan, hópurinn eða þjóðin er að gera þá er sá hin sami í raun að opinbera sína eigin fáfræði. Ég hef orðið var við ansi mikið af því undanfarið á blogginu þar sem öll trú er fordæmt og Bush forseti BNA er hafður í fararbroddi sem fyrirmynd hins kristna heims, mér gjörsamlega blöskrar við þá fáfræði sem fólk er þar með að sýna.
En hvað getur maður gert, annað en að uppfræða fólk þannig að hatur gagnvart hinu óþekkta og persónubundna nái ekki gjörsamlega taki á landanum. Að teljast trúaður eða að tala um trúmál er sama og liggur við dauðasök eða útskúfun, það er ekki nægilega gott á þessari svo "merkilegu upplýsingaöld."
Friðrik Páll Friðriksson, 7.9.2007 kl. 03:38
Sammála síðustu ræðumönnum (alla vega í því sem þeir eru sammála mér).
Fræðsla er af hinu góða. Þekking á Biblíunni er nauðsynlegur hluti af okkar menningu.
Hatur er af hinu vonda. Þekking á öðrum, þ.m.t. trúarbrögðum þeirra, dregur úr hatri.
Kínversk speki: "Maður óttast þá sem þaður þekkir ekki. Maður hefur samúð með þeim sem maður þekkir." (eftir spekinginn mikla Bin'Ni )
Kær kveðja
Brynjólfur
Brynjólfur Þorvarðsson, 7.9.2007 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.