Trúlausir stærsti hópurinn utan Þjóðkirkjunnar - og fjölgar hraðast. Björn Bjarnason birtir tölurnar.

Björn Bjarnason er sannkölluð gullnáma gagnlegra upplýsinga. Samkvæmt tölum á bloggsíðu dóms- og kirkjumálaráðherra (http://www.bjorn.is/dagbok/nr/4295) fjölgar trúlausum hraðar en meðlimum allra stærstu kristnu safnaðanna. Aðeins Kaþólski söfnuðurinn rétt heldur í trúlausa og skýrist auðvitað af miklu streymi kaþólskra einstaklinga til landsins. Fjölgun Kaþólskra meðal innfæddra Íslendinga hlýtur að vera hverfandi!

Hér eru tölurnar fyrir 2006 og 2007, fimm stærstu "söfnuðir" landsins í stærðarröð.

                                  2006         2007       Fjölgun 
Þjóðkirkjan           252.234     252.461       227    0,1%
Utan trúfélaga        7.997          8.760*     763    9,5%
Kaþólskir                 7.283          7.997       694    9,5%
Fríkirkjan Rvík          7.009          7.498       489    7,0%
Fríkirkjan Hf.            4.757          5.024       267    5,6%

* Fjöldi trúlausra árið 2007 er áætlaður, Björn Bjarnason gefur upp 2,8% af heildarfjölda Íslendinga sem voru 312.872, þá fæst rúmlega 8.760. Þegar endanlegar tölur birtast hjá Hagstofunni gæti skeikað allt að 0,04% af heildarfjölda eða 125 manns. Það er því mögulegt að Kaþólskir hafi vinninginn í tölum en allt eins líklegt að skekkjan gangi hinn veginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gott þegar fólk sér ljósið!

DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 14:49

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Já, hann BB á sín björtu móment.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.12.2007 kl. 14:57

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held þú sért aldeilis að misskilja hlutina, Brynjólfur. Kaþólsku prestarnir vita vel af því, að vanhöld eru á því  að skrá menn rétt, þá sem koma hingað til lands, m.a. vegna tungumálaerfiðleika. Fjöldi innflytjenda er enn ekki skráður í neitt trúfélag, og talið er, að mjög margir kaþólskir séu þeirra á meðal. Nær væri þér að fá upplýsingar um það, hversu margir hafa gengið úr Þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum og gerzt utantrúfélagamenn. Þeir munu harla fáir – og enn færri trúlega þeir, sem gerzt hafa grimmir trúleysingjar (þú veizt hvað ég á við).

Hvernig var það með Vantrú, voru þar ekki 40–50 meðlimir um 2003, en nú sagðir um 70. Hugsa sér, 20–30 manna aukning! Og upplýsti ekki einhver á vegum Siðmenntar um það nýlega, að þar hefði átt sér stað 10% fjölgun? En skv. orðum Hope Knútsson á vefsíðu Siðmenntar voru félagsmenn þar 200 árið 2005, eftir að félagið hafði starfað í 15 ár. Þeim hefur þá fjölgað síðan um 20–30 manns, eða hvað, jafnvel heila 40? Hvílíkur vöxtur í röðum trúleysingja! En þið bætið þetta nú allt upp með því að vera bara þeim mun hávaðasamari, ekki satt?

Jón Valur Jensson, 26.12.2007 kl. 15:02

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Björn Bjarnason og Karl Sigurbjörnsson og Jón Valur eru mestu og bestu vinir trúleysingja og efahyggjufólks eins og mín

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 15:06

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Jón Valur

Hmm, ætli þú sért ekki að misskilja eitthvað? Til er hópur sem nefnist "önnur trúfélög og ótilgreint" og þar eru 6,2% Íslendinga 1. des 2007 skv. dagbókarfærslu Björns Bjarnasonar (sem nú er horfin!!!) Björn vill eigna kristninni þessa einstaklinga og mér sýnist þú vilja eigna Kaþólskunni þá. En þetta er ekki hópurinn "utan trúfélaga" sem er 2,8%.

Nú er ég ekki grimmari trúleysingi en svo að ég hef tvisvar bent samstarfsmannni mínum hér á Selfossi, pólskum, á hvar kaþólsku kirkjuna er að finna í Reykjavík. Í seinna skiptið lét ég hann fá útprentað kort með pílu og "Catholic Church" skrifað á. Þessi samstarfsmaður býr hér ásamt eiginkonu, hennar systur og manni, ásamt einhverju af börnum. Ekki veit ég til þess að hann hafi farið í kirkju ennþá, sýndi satt að segja lítinn áhuga þegar ég var að benda honum á þetta. Önnur pólsk fjölskylda sem ég þekki stundar kirkjuna mikið þótt hún sé búsett í Keflavík.

Margir nýbúar hafa ekki áhuga á að vera skráðir í trúfélag. Það er auðveldara að vera ekki skráður að fyrra bragði en að skrá sig úr, miðað við trúarhita fólks almennt má gera ráð fyrir að helmingur eða svo af þessum 6,2% séu trúlausir og hafi ekki áhuga á að skrá sig í trúfélag.

Vantrúarseggjum fjölgar um heilu prósentustigin í hverjum mánuði, og einn félagi minn þar hefur tekið saman tölur yfir úrskráningar úr þjóðkirkjunni. Þær voru 1212 umfram innskráningar á síðasta ári. Fríkirkjurnar tvær hér fyrir ofan gætu hafa tekið um 500 af þeim (þ.e. fjölgun umfram eðlilega fjölgun Íslendinga) en afgangurinn gæti sem best verið þeir sem skrá sig beinlínis úr Þjóðkirkjunni til að ganga til liðs við utantrúfélagalimi. Sem passar við fjölgunina upp á 760 (úrskráningar + hefðbundin fjölgun).

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.12.2007 kl. 15:30

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Promecius

Þetta er alveg rétt hjá þér, einhverjir sem eru skráðir utan trúfélaga eru trúaðir - og sumir jafnvel kristnir.

En á móti má benda á að langflestir sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna eru ekki kristnir. Tvær nýlegar kannanir sýna að um 70% íslendinga eru trúaðir, og um 50% kristnir (sjá færslu hjá mér um þetta fyrr í þessum mánuði).

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.12.2007 kl. 17:36

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju segirðu ekki frekar: um 52%. En fjöldi manns til viðbótar er reyndar afar jákvæður kristni.

Svo er merkilegt að sjá hér fagnaðarlæti þín yfir þessum 2,8 prócentum. 

Jón Valur Jensson, 26.12.2007 kl. 18:03

8 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll enn og aftur Jón Valur. Það er þetta skemmtilega orð "um" sem vísar til ónákvæmni. Ef þú ert sáttur við 52% kristna árið 2004 þá er ég sáttur við að þeir séu 50% núna þremur árum seinna.

Enn er ég ekki farinn að fagna 2,8 prósentunum enda ekki ástæða til, þar er mikið verk eftir óunnið. Reyndar er ég ekki að fagna neinu - en furða mig á því að embættismannakerfi Þjóðkirkjunnar skuli vera stætt á að kúga og vaða yfir samlanda sína þegar þeir eru greinilega að missa tökin. Þróun undanfarinna áratuga hefur verið þannig að á næsta ári er líklegt að töluleg fækkun verði í Þjóðkirkjunni, að hún verði með rúmlega þrjá fjórðu Íslendinga innanborðs. Eiga þeir enn að hafa frjálsan aðgang í leikskóla og barnaskóla, fjölmiðla og ríkissjóð?

Þetta finnst mér merkilegt. En ekki vissi ég, Jón Valur, að þú værir svona mikill stuðningsmaður ríkisverndar hinnar evangelísku lútersku Þjóðkirkju?

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.12.2007 kl. 18:36

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég vil, að stjórnarskráin verndi og styðji við kristinn sið í landinu. Það er nú tekið fram um Þjóðkirkjuna, en byggt á ástandi sem ríkti 1874 og 1944, þegar um eða yfir 99% kristinna Íslendinga tilheyrðu þeirri kirkju. En þjóð okkar var vígð til kristni árið 1000 og á næstu áratugum og á ekki að fara að taka upp á því nú, vegna einhverrar herskárrar, gegnheimskrar guðleysisstefnu, að láta hrekja sig af þeim grunni, hvorki í löggjöf né í verki. Kristnir menn þurfa eftir megni að gefa sig í vitsmunalega baráttu fyrir trúnni og siðnum, því að hart berjast þeir og lymskulega, sem gegn okkur vinna. Svo vara ég þig við frekara guðlasti en því, sem sjá hefur mátt á síðum þínum, því að ella máttu eiga von á því að lenda í réttarsalnum vegna brota á landsins lögum og stjórnarskrá.

Jón Valur Jensson, 26.12.2007 kl. 18:59

10 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Jæja Jón Valur, ertu að hóta mér lögsóknum? Ég er búinn að vera að telja niður, þú ert vanur að beita hótunum í málflutningi og þar kom það loksins  Guðlastið á eftir að versna mjög, endilega og endilega, ég grátbið þig, endilega kæra mig!

Þér finnst sem sagt að kristnin þurfi lögvernd, geti ekki staðið á eigin fótum. Gott og vel. Ég hefði nú búist við meiri trúarstyrk frá þér Jón Valur.

Þú veist nú eins vel og ég (geri ég ráð fyrir) að siðaskiptin voru nauðvörn veraldlegs valds gegn yfirgangi kaþólskrar kirkju. Þar sem siðaskiptin gengu í gegn tók ríkið yfir rekstur kirkjunnar, þar sem hún gekk ekki í gegn hafði sú kaþólska vit á að bakka frá yfirganginum. Til dæmis í Frakklandi, kóngsi þar varð de facto yfirmaður kirkjunnar. Svo þegar komst upp um fölsunina á bréfi Konstantínusar var grunnurinn undir kirkjuvaldsstefnuna brostinn hvort eð var.

Þú nefnir kristnitökuna árið 1000, sú frásögn er auðvitað dularfull sem mest má verða (enda rak Ari sjálfur varnaglann: "hvað svo sem núsagt er í þessum fræðum", þ.e. hvað svo sem ég segi nú skal samt fylgja því sem er satt). Vopnavald yfir fleiri áratugi þurfti annars staðar á Norðurlöndum og trúlega hér líka. En þetta er auðvitað liðin tíð og kirkjan beitir ekki lengur vopnavaldi til að ná undir sig eigur annarra.

Í dag þarfnast hún lögverndar í sníkjulífi sínu auk þess að læðast í leikskólana fyrir aftan bakið á foreldrunum. Ja sveiattan, best að vera sem fyrst laus við þennan ósóma.

Þú nefnir, Jón Valur, að kristnir menn þurfi eftir megni að gefa sig í vitsmunalega baráttu. Reyndar er vinsælt meðal kristinna að hallmæla skynsemi og vitsmunum (eins og þú gerðir hér á blogginu hjá mer fyrir nokkrum dögum) enda vita þeir að skynsemi og trú fer illa saman.

Veistu annars hvernig á að senda inn kærur fyrir guðlast? Ég gæti skrifað hana fyrir þig, ég er aðeins vanur lagastússi.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.12.2007 kl. 19:21

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Einhversstaðar las ég að innflytjendur eru sjálfkrafa skráðir meðlimir þjóðkirkjunnar, biðji þeir ekki um annað. Eins er að börn eru sjálfkrafa skráð í trúfélag móðurinnar. Mín börn eru óskírð, en eru þó skráð í þjóðkirkjunna af því mamma þeirra tilheyrir henni. Svo er örugglega fullt af fólki sem ekki er kristið en er þó skráð í þjóðkirkjuna, eins og ég. Ég er ekki nógu mikill adn-kirkjumaður til að hafa komið í verk að láta skrá mig úr kirkjunni.

Ég tel að tölurnar sýni ekki rétta mynd. Innan þjóðkirkjunnar eru bæði þeir sem aðhyllast trúnni sem hún stendur fyrir, ásamt slatta af öðru fólki sem tilheyrir henni einungis vegna þesa að hún er sjálfgefna skráningin.

default settings.

Brjánn Guðjónsson, 26.12.2007 kl. 20:32

12 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þetta er einmitt málið Brjánn. Annars veit ég ekki hvernig skráning innflytjenda fer fram, mig grunar að þeir séu ekki skráðir sjálfkrafa í Þjóðkirkjuna. Skal gá að því.

Held reyndar að mín börn séu líka í þjóðkirkjunni þótt mamman sé búddatrúar og pabbinn vantrúarseggur hinn versti. En mamman er örugglega skráð í Þjóðkirkjuna og þar með börnin líka.

Er eitthvað réttlæti í þessu? Nei.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.12.2007 kl. 20:47

13 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll aftur Brjánn

Útlendingar eru víst ekki lengur spurðir sérstaklega og ef þeir skrá sig ekki í trúfélag eru þeir settir í flokkinn "ótilgreindir óskráð trúfélög". Áður fyrr voru þeir skráðir sjálfkrafa í það trúfélag sem var stærst í heimalandi sínu, t.d. Pólverjar sjálfkrafa í Kaþólsku kirkjuna.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.12.2007 kl. 21:27

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ok, takk fyrir þetta. mér finndist að óskírð börn ættu einnig að skrást á þennan hátt. mér finndist asnalegt ef mín börn væru sjálfkrafa skráð í sama stjórnmálaflokk og mamman, nú eða íþróttafélag.

Brjánn Guðjónsson, 26.12.2007 kl. 21:51

15 identicon

Að ríkið styðji við trúarsöfnuð eins og þjóðkirkju er eins og að hrækja í andlit allra þeirra sem eru ekki í henni, þetta er trúarníð og ekkert annað.
Þeir sem sjá þetta ekki í hendi sér eru einfaldlega ekki nægilega gáfaðir eða eru hreinlega siðlausir, já að kalla þetta siðinn í landinu er ekkert nema ósiður og mannfyrirlitning af verstu sort.
Menn verða að setja sig í spor annarra til þess að sjá viðbjóðin en því miður eru flestir kristnir ekki þeim kosti gæddir, þeir sjá allt bara á einn veg, sinn veg.
Í framtíðinni mun þetta verða talið merki um heimsku og lágjkúru af verstu sort, mun verða svartur blettur á þjóðinni + kristni, já ofurkrissar þessi yfirgangur mun á endanum ganga yfir ykkur og ykkar blindu trú

DoctorE (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 13:36

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Heldur finnst mér nú Brynjólfur fara frjálslega með þessar tölur. Því er ekki að neita að þjóðkirkjan hefur látið undan síga, bæði vegna hinna frjálsu trúfélaga, ágangs trúlausra og vaxandi fjölda útlendinga, sem aðhyllast aðrar greinar kristninnar en lútersku kirkjuna og önnur trúarbrögð.

Ég myndi gjarnan vilja sjá hvítasunnukirkjur eins og Fíladelfíu, Krossinn, Veginn og fleiri á þessum lista, sem og aðventista. Það er jafn fráleitt að áætla fjölda trúlausra jafn mikinn og þá sem eru utan trúfélaga og að segja að 80% landsmanna séu kristin af því 80% eru í þjóðkirkjunni.

Aðild að kristnum söfnuði mælir ekki trú og aðild utan trúfélaga mælir ekki trúleysi. Það lætur þó nærri að 95% landsmanna séu í kristnum söfnuðum sem er mikið ánægjuefni út af fyrir sig.

Hvort aðild að þjóðkirkjunni mælist 80%, 95%, eða hvað annað finnst mér ekki skipta höfuðmáli þegar kemur að því að svara þeirri spurningu hvort þjóðkirkjufyrirkomulagið eigi rétt á sér. Það er spurning um jafnræðisreglu og margt fleira reyndar.

Theódór Norðkvist, 27.12.2007 kl. 15:09

17 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Um leið og ég fordæmi lögsóknarhótun Jóns Vals að ofan (en hvet hann líkt og Brynjólfur gerir til þess) þá leyfi ég mér að mótmæla þeirri skilgreiningu á utantrúflokka-fólki að það sé upp til hópa trúleysingjar. Ég er utan trúflokka og ekki trúleysingi. Er sannfærður raunar um að efahyggjufólk (agnostics) sé til muna fjölmennara en trúleysingjar. En ætla ekki að metast um það.

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 12:50

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já Friðrik, ég get tekið undir þetta, en skiptir það nokkru máli, sérstaklega þegar aðskilnaður ríkis og kirku hefur átt sér stað?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2007 kl. 13:31

19 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Jú, Anna, hvort sem aðskilnaður á sér stað eða ekki er alger óþarfi af trúleysingjum að stimpla alla "utan trúflokka" sem trúleysingja. Það veit svo sem enginn hvernig þessi hópur skiptist, en upp til hópa trúlaus er hann ekki, eins og sannast á okkur.

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 16:00

20 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Theódór

Hvernig fer ég frjálslega með tölur? Meinarðu að ég nota þær eins og ég vil af því ég hef frelsi til þess? Þú ert vonandi ekki að meina í hefðbundnari skilningi, að ég sé að ljúga eða beita óvönduðum vinnubrögðum?

Friðrik, þetta er rétt hjá þér að það er ekki hægt að kalla alla sem skráðir eru utan trúfélaga trúlausa. Greining á því er einfaldlega ekki til. Miðað við kannanir sem gerðar hafa verið nýlega (2004 og 1999/2000 og er fjallað um hér á blogginu hjá mér) þá er um 70% Íslendinga trúaðir og um 50% Kristnir Það er því alls ekki ólíklegt að segjum þriðjungur þeirra sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna og þriðjungur þeirra 6% sem eru óskráðir í trúfélög (þ.e. ekki beinlínis skráðir utan trúfélaga) séu trúlausir.

Ef við fylgdum sömu reglu myndi 70% þessara 2,8% vera trúaðir. Þetta reiknisdæmi gefur að 30% þjóðarinnar sé trúlaus, 50% þjóðarinnar sé ekki kristin. En stjórnmálamenn og þjóðkirkjumenn nota aldrei þessar tölur, þeir nolta trúfélagaskráninguna til að styðja sitt má og þess vegna nota ég hana líka hérna með þessum hætti.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.12.2007 kl. 17:53

21 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég geri engar athugasemdir við reikningskúnstir þínar, Brynjólfur, enda aðalatriðið í mínu kommenti að trúleysingjar eigni sér ekki alla utan trúflokka. Leyfi mér þó að efast um, að talan 30% fengist með beinni spurningu. Aftir á móti er ljóst að jafnvel færri en 50% eru kristnir samkvæmt skilgreiningu sannkristinna, því "við" erum (og það hef ég tuggið áður) ansi mörg frjálslyndir andatrúarmenn (trúum frekar á "yfirnáttúrulegan anda" en þann "persónulegan Guð" sem t.d. þjóðkirkjan boðar).

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.12.2007 kl. 21:10

22 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Friðrik

Þessi 70% tala er fengin úr tveimur könnunum, upplýsingarnar eru einhvers staðar hérna á blogginu hjá mér. Báðar kannanirnar spurðu meira og minna beint þótt alltaf megi rífast um hvað "bein spurning" sé.

Deismi er nokkuð sem mjög margir þenkjandi menn aðhyllast, Gibbons og Newton eru dæmi, sem og Voltaire og fleiri. Ég hef ekkert á móti því og ég hugsa að jafnvel fjórðungur til þriðjungur Íslendinga myndu flokkast í deismann ef vandlega væri að gáð.

Ég hef í raun ekkert á móti því að einstaklingar trúi því sem þeim finnst best. Frekar að ég hvetji fólk til að fylgja sinni sannfæringu. Það sem ég er að tala um er forréttindi þjóðkirkjunnar, ríkistryggð skoðanakúgun.

Varðandi "sannkristna", skv. skoðanakönnuninni 2004 trúa um 8-9% að eftir dauðann rísi maðurinn upp til samfélags við guð, og 1984 var gerð könnun og þeir sem að henni stóðu spurðu hvort menn teldu að Jesú væri sonur guðs og frelsari manna. Um þriðjungur var sammála því. Þ.a. sannkristnir eru örugglega færri en "deistar" eins og ég býst við að þú sért.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.12.2007 kl. 23:05

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þessar reikningskúnstir þínar í 21. athugasemd eru óskiljanlegar, skilurðu þær sjálfur?

Ertu að segja að fyrst 70% séu trúaðir þá hljóti 30% að vera trúlausir og síðan reiknirðu 30% af meðlimum í þjóðkirkjunni sem trúlausa? 30% er reyndar ekki þriðjungur, það er 33,3% sem er þriðjungur. Og samkvæmt þeim útreikningi þá er 30% af 80% 24% ekki þriðjungur.

Skilur þetta einhver, eða klóra sér allir í höfðinu eins og Brynjólfur á bloggmyndinni sinni?  Ég er allavega að fá höfuðverk.

Það er hægt að leika sér með tölur endalaust.

Theódór Norðkvist, 29.12.2007 kl. 11:23

24 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Theódór

Þetta voru nú ekki fullkláraðir útreikningar í færslu nr. 21, talnaglöggur maður eins og þú sérð það strax. Þetta er svokallaður hringreikningur, sama hlutfalli er beitt á alla "parta" heildarinnar og þá hlýtur niðurstaðan að vera upphaflega hlutfallið. Skil jú? Ef maður byrjar með hlutfallið 70/30 fyrir heildina og beitir því hlutfalli á alla parta þá fær maður auðvitað sama hlutfall út aftur. Ég sleppti upptalningu á öllum "pörtunum" því mér fannst þetta vera orðið ljóst af samhengi, en ég hefði greinilega ekki átt að gera það.

Þetta er ekki að "leika sér með tölur endalaust", þetta er að reyna að fá fólk til að skilja einfaldar tölur. Tölur eru eins og staðreyndir, þú breytir þeim ekki. Reiknireglur eru eins og staðreyndir, þú breytir þeim ekki heldur. Niðurstöður eru réttar ef bæði tölur og reglur eru réttar. Því breytir þú ekki með því að tala um "frjálslega talnameðferð" eða "leika sér með tölur".

það er hægt að nálgast skiptingu þjóðarinnar í  kristna/ekki kristna eftir tveimur leiðum. Sú sem stjórnmálamenn og vinir kirkjunnar fara er að nota skráningar í þjóðkirkjuna (og aðra kristna söfnuði) sem sönnun fyrir því að Íslendingar séu 95% kristnir eða hvað það nú er. Á þeim grundvelli sem lagður var af öðrum tek ég tölurnar og sýni hvaða þróun er í gangi. Þróunin sýnir nefnilega mjög dökka mynd.

Hin leiðin er að nota skoðanakannanir. Eins og ég hef áður bent á hér á blogginu mínu þá eru tvær nýlegar skoðanakannanir (1999/2000 og 2004) sem sýna að um 50% þjóðarinnar er kristin, en 70% trúuð. Það gefur mér að 30% séu ekki trúuð (og að 20% séu deistar/búddistar/íslamskir eða eitthvað allt annað)

Þegar ég nota fyrri leiðina, þ.e. trúfélagaskráningar, til að sýna hvað kirkjan stendur höllum fæti koma einhverjir og segja að trúfélagaskráningin segi ekki endilega til um hvort menn séu trúaðir eða ekki. Það er hárrétt! Það eru miklu fleiri trúlausir á Íslandi en einhver 2,8%, það er vitað samkvæmt skoðanakönnunum.

Sama hvernig maður snýr þessu er ljóst að Þjóðkirkjan er í verulegum vanda, hún nýtur ekki almenns stuðnings eins og sést á þróun skráninga og á niðurstöðum skoðanakannana. Biskup Íslands fær um 20 milljónir á ári frá ríkinu fyrir utan diplómatapassa og aðgang að besta lífeyriskerfi launamanna sem þekkist á byggðu bóli. Tveir vígslubiskupar fá um 10 milljónir hvor á ári. Venjulegir prestar eru að fá um 5 milljónir á ári.

Þjóðkirkjan er ríkisstofnun sem veltir mörgum milljörðum á ári. Heldurðu að þeir muni hverfa með prumphljóði? Nei, þeir munu berjast til síðasta manns og verja forréttindi sín og fjárveitingar. Þeir eru þegar byrjaðir baráttunni, þeir hafa lengi vitað í hvað stefndi og ákváðu að blása til stórsóknar - bak við tjöldin. Inn í skólana til að bjarga sporslunum!

En sú leið mistókst og hefur valdið almenna reiði í garð kirkjunnar. Meðal þeirra sem ég umgengst, á vinnustað og í fjölskylduboðum, er talað þvílíkt illa um biskupinn og "svartstakkana", ég er oft að reyna að róa fólk niður þegar mér ofbýður orðalagið. Það er talsverð reiði í samfélaginu og miklu meiri en ég hefði búist við. Allt er þetta eðlilegt, fólk er nefnilega ekki fífl.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.12.2007 kl. 12:08

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gæti einhver hluti þessara 30% verið efahyggjumenn? Það er ekki það sama og að vera trúlaus.

Annars er ég einn af þeim sem tel ekkert vera að marka svona kannanir til að mæla trú eða trúleysi. 

Theódór Norðkvist, 29.12.2007 kl. 12:33

26 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Einhver hluti þeirra sem ekki eru trúaðir eru efasemdarmenn, kannski líka einhverjir þeirra sem segjast vera trúaðir.

Spurningin 2004 var svona: Telur þú þig vera trúaðan eða ekki?

69.3% töldu sig trúaðan

19,1% töldu sig ekki trúaðan

11,6% töldu sig ekki geta sagt hvort það væri trúað eða ekki

Nú tel ég að síðasti hópurinn sé í rauninni trúlaus, eflaust mætti kalla þá efasemdamenn. Þeir sem telja sig ekki trúaða (eru örugglega trúlausir) eru þá tæp 20%, efasemdamenn tæp 12% og trúaðir um 68%.

það vantar auðvitað skýra skilgreiningu á hugtakinu "trúaður" og "ekki trúaður", fólk getur skilið þetta á mismunandi vegu. Sjálfsagt er það efni í fræðilega úttekt.

Þjóðkirkjan telur það skyldu sína og sitt helsta hlutverk að fjölga kristnum á Íslandi. Henni er að mistakast það að mestu þótt kannski hægi eitthvað á þróuninni. Á móti tel ég það skyldu mína að berjast gegn útbreiðslu kristni. Ég er á móti trúarbrögðum almennt, tel þau vera vafasöm, og kristni sérstaklega.

En á sama tíma er ég ekki á móti trú. Einstaklingur sem trúir á eigin forsendum hefur fullan rétt til þess og á einmitt að standa við trú sína og sannfæringu. En að einhverjar stofnanir séu að útbreiða einhvern hugsanahátt tel ég bara ekki eiga heima í nútíma þjóðfélagi.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.12.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband