Embættismaður fer niðrandi orðum um stóran hluta þjóðarinnar

Núna þegar trúlausir Íslendingar eru álíka margir og þeir sem kusu stjórnarandstöðuna, og kristnir Íslendingar eru álíka margir og þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, er þá eðlilegt að prestar fari inn í skóla og leikskóla án þess að spyrja einu sinni foreldrana og halda sínum áróðri að börnum?

Kennsla í grunnskólum fer fram af grunnskólakennurum. Einstaka prestur er með kennararéttindi en ég veit ekki til þess að prestar kenni fagið "Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði" neins staðar þó það geti verið.

Enda snýst málið ekki um það. Trúaráróður í skólum á vegum þjóðkirkjunnar hefur vaxið gríðarlega síðustu einn eða tvo áratugi. Þjóðkirkjan hefur verið með markvisst átak að koma sér í skólana, væntanlega vegna þess að skoðanakönnun sem gerð var 1984 sýndi að einungis 30-40% Íslendinga voru kristnir. Í Noregi er ástandið svipað og hérna, nema þar var í lögum alltaf gert ráð fyrir að foreldrar sem það vildu gátu dregið nemendur út úr ákveðnum þáttum í faginu "Kristinfræði, heimspeki og trúfræði" sem norsarar kenna.

Nokkrir foreldrar sem voru ósáttir við síaukna inntroðslu presta og sífellt meira trúboð í kennslu kærðu málið og enduðu með að fá álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og fengu einnig dóm Mannréttindadómstólsins í Haag. Samkvæmt þessum úrskurðum þá má ekki stunda trúboð í skólum. Trúboð er t.d. kirkjuferðir á skólatíma, að kenna börnum að biðja bænir eða syngja sálma, að kenna kristnifræði eins og allt sé satt sem standi í biblíunni osfrv.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er nýbúin að semja ný grunnskólalög þar sem tekið er tillit til þessa dóms. Siðmennt fagnaði því og var í staðinn kölluð "hatrömm" samtök af Biskupi (sem hefur reyndar kallað trúleysingja, þ.e. um fjórðung þjóðarinnar, miklu verri nöfnum undanfarin ár - bendi á að hann er embættismaður ríkisisins).

Biskup talar mjög illa og niðrandi um Siðmennt og trúleysingja og hefur gert lengi. En honum er vorkunn, kristni dalar og þessi laumuleið kirkjunnar, að troða áróðri sínum í börnin þar sem foreldrarnir sáu ekki til, er greinilega að mistakast illilega. Biskup og kirkjan öll með eggakjökuna furðu brúnleita yfir allt andlitið.


mbl.is Siðmennt svarar biskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir þetta Brynjólfur og bendi á að þetta er ekki í fyrsta skipti sem biskup fer niðrandi orðum um stóran hóp manna ...

.....ég skrifaði þetta í Morgunblaðið  í fyrra...

agnasafn | mið. 1.3.2006 | Bréf til blaðsins | Vægi 98% | 339 orð

Opið bréf til kirkjumálaráðherra

Frá Önnu Benkovic Mikaelsdóttur: "Á ÍSLANDI er þjóðkirkja. Hún er styrkt af ríkinu og starfsmenn hennar eru opinberir starfsmenn. Einn af þeim er biskupinn. Ísland er lýðveldi og hér ríkir frelsi. Frelsi fylgir ábyrgð."

Skoða Tengdar greinar Kaupa grein

Gagnasafn | fim. 2.3.2006 | Aðsent | Vægi 86% | 110 orð Opnu bréfi svarað

Í MORGUNBLAÐINU 1. mars er opið bréf til kirkjumálaráðherra þar sem bréfritari fer þess á leit, að ráðherra leysi biskup Íslands frá störfum.

Skoða Tengdar greinar Kaupa grein

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.12.2007 kl. 09:57

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þetta var nú ekkert svar hjá karlinum, hann vék sér undan. Lét eins og kvörtun þín yfir móðgandi ummæli væri kvörtun yfir því að biskupinn væri ekki sammála þér!

Brynjólfur Þorvarðsson, 10.12.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ákkurat..hann talar niður til mín og svarar EKKI!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.12.2007 kl. 21:10

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Af hverju finnst þér það? Fyrir utan að þetta er nú ekkert voðalega vel skrifað.

Brynjólfur Þorvarðsson, 10.12.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband