Þjóðkirkjan missir 5-6 vegna úrskráninga hvern virkan dag.

Stórfelldar úrskráningar úr Þjóðkirkjunni er staðreynd. Þjóðkirkjan hefur dregist saman hlutfallslega úr því að vera 92,7% þjóðarinnar 1990 í það að vera 80,7% árið 2007. Margir halda eflaust að skýringarinnar sé að leita í miklum innflutningi fólks til landsins sem fæstir eru skráðir í Þjóðkirkuna en svarið er ekki svo einfalt. Árið 2007 fjölgaði í þjóðkirkunni um 0,09% og úrskráningar eru milli 1000 og 1500 á ári. Þjóðkirkjan missir því um hálft prósent meðlima sinna á ári vegna úrskráninga en sjálfkrafa skráning nýfæddra barna kemur í veg fyrir raunfækkun. 

Eftirfarandi tölur sýna þetta svart á hvítu: (Kári Svan Rafnsson tók saman úr tölum Hagstofunnar):

19941647-3971250
1995777-653124
19961248-2237-989
19971536-912624
19981945-6171328
19992115-8821233
20002097-9311166
20011610-765845
2002886-686200
20031438-843595
20041563-953610
20051918-8511067
20061718-1212506
2007  227

 

Fremsti dálkurinn eru sjálfkrafa skráningar (fæddir inn í Þjóðkirkju - brottfluttir/látnir), miðdálkurinn eru nettó meðvitaðar skráningar, aftast er fjölgunin. Þjóðkirkjan er að missa 1 - 2 prósentustig á ári, með því framhaldi verður hún auðvitað horfin fyrir lok aldarinnar.

Fjölgunin 2007 er ekki nema 0,09%, langt innan við það sem væri ef ekki kæmu til stórfelldar úrskráningar. Þær tölur hafa enn ekki verið birtar fyrir 2007 en það má áætla að þær séu milli 1200 og 1500 miðað við undanfarin ár, jafnvel enn meira (fer mikið eftir fremsta dálk). Eða með öðrum orðum, 6-7 úrskráningar umfram innskráningar á hverjum einasta virka degi sem Hagstofan er opin. Ég veit ekki með ykkur, mér finnst þetta hrikalegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér finnst að það ætti að hætta því hið fyrsta að skrá nýfædd börn sjálfkrafa í trúfélag. Foreldrarnir eiga að fá eyðublað til útfyllingar sem segir hver afstaða þeirra er.

Annars hlýtur að koma að aðskilnaði ríkis og kirkju.  Takk fyrir góða pistla. Kveðjur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.12.2007 kl. 19:02

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Takk fyrir það, ég er alveg sammála þér! Þetta kemur fyrr eða síðar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.12.2007 kl. 19:07

3 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Eftir að ég sá þættina "Root of all Evil?" með Richard Dawkins fór ég að efast um hversu gáfulegt það er að skilja að ríki og kirkju. Eins og Richard Dawkins bendir á er trúarofstækið óvíða meira en í BNA þar sem alls kyns söfnuðir og ófögnuðir keppast um hylli lýðsins með risastórum auglýsingaskiltum sem lofa mögulegri himnavist við hlið herrans gegn vægu ársgjaldi. Og svo auðvitað pottþéttri slíkri gegn rausnalegum framlögum.

Er ekki í raun enn meiri hætta á því að viðlíka blóðsugur mundu (enn frekar) festa sér rætur hér á landi ef klippt yrði á peningaspenann frá ríkinu?  Vissulega er þjóðfélagsmyndin öðruvísi í BNA en hér á íslandi en við höfum verið fljót að tileinka okkur ýmsa siði frá vinum okkar í vestri og hvers vegna þá ekki þennan ósið líka?

Ég er því svolítið óviss með þetta ríki-kirkju mál. Ef kirkjan fær peninga frá ríkinu má draga úr peningasteyminu smátt og smátt með handstýringu. En kannski verður þetta þá bara svipað og ríkisútvarpið, RUV, sem er bæði á ríkisspenanum og auglýsingamarkaði, þannig að kirkjan fái bæði peninga frá skattborgurum og frá framlögum. 

Sjálfsagt verður það raunin því ríkiskirkjan er þegar í fjáröflun upp á eigin spýtur, því skemmst er að minnast Grafarvogskirkju með VÍS-smekkina. Það var víst þannig að öll börn sem voru skírð í Grafarvogskirkju fengu smekki merkta VÍS (Vátryggingafélagi Íslands). Mér skilst að þetta sé búið núna sem er hálfgerð synd, því þetta er fín fjáröflunarleið. Ég ætlaði einmitt að stinga uppá því við safnaðarnefnd Grafarvogskirkju að það mætti til dæmis selja barnabílstóla merkta kirkjunni og VÍS á kannski 20 þúsundkall. Svo mætti hafa aðra stóla enn dýrari, kannski 35 þús kall, sem er búið að blessa af prestinum. Margblessaðir stólar gætu því kostað enn meira, eða 50 þús kall.

En þetta er svolítið snúið mál...

Víðir Ragnarsson, 28.12.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Víðir...have faith...let go of the rope......allt mun fara vel!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2007 kl. 23:00

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Brynjólfur gerirðu þér grein fyrir því að þetta er sjötta færslan hjá þér í röð um meint hrun Þjóðkirkjunnar? Þetta fer að hætta að vera fyndið. Er þetta ekki það sem kallast þráhyggja í sálfræðinni?

Ég bíð spenntur eftir færslu frá þér um þjóðarpúls Gallup sem sýnir að rétt rúmur helmingur landsmanna vill aðskilnað ríkis og kirkju, 52%.

Það er öllu minna en könnun frá 2002, eða 2003, sem sýndi 70% ef ég man rétt fylgjendur aðskilnaðs, sem trúlausir hafa veifað allt fram á daginn í dag.

Theódór Norðkvist, 29.12.2007 kl. 11:28

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Víðir

Þessi samlíking við trúardelluna í BNA er ekki ný og það má vel vera að ef þjóðkirkjan veikist þá eflist svona dellusöfnuðir þar sem allt virðist ganga út á að plokka peninga af fólki.

En á móti má segja: Er rétt í lýðræðisþjóðfélagi að Ríkið sé að stjórna trúarlífi fólks? Reyndar eru þegar til alls kyns strangtrúarsöfnuðir og margir búnir að starfa í áratugi. Þjóðkirkjan er ekki nógu "kristin" fyrir þetta fólk, það vill eitthvað meira.

Sú staðreynd að kristni er viðurkennd af ríkinu og þeim sem leiða samfélagið sem einhvers virðingarverð og "sönn" trúarbrögð gerir það að verkum að hálfur björninn er unninn fyrir þá sem vilja setja upp sértrúarsöfnuð sama hver tilgangurinn er. Sá hinn sami þarf ekki að eyða tíma í að telja fólki trú um ágæti kristninnar, það er þegar búið að berja það inn í fólk frá fæðingu af skólum/fjölmiðlum. Eina sem hann þarf að gera er að byggja á grunni sem þegar er lagður.

Þannig má segja að viðurkenning ríkisvaldsins á kristni stuðlar frekar að því að trúarnöttararhreyfingar (og trúarfjárplógshreyfingar) geti starfað.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.12.2007 kl. 11:38

7 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Theódór

Já, þetta er rétt hjá þér - helvíti hef ég verið duglegur. Að vísu var það planað fyrirfram að vera með 3-4 færslur, það vekur meiri athygli og það er auðveldara fyrir lesendur að lesa aðeins eitt í einu.

Þ.a. þegar tölurnar birtast "opinberlega" þá verð ég örugglega með nokkrar færslur til viðbótar.

Það er rétt hjá þér að ég hef lítið fjallað um þjóðarpúls Gallup sem sýnir að rétt rúmur helmingur vill aðskilnað ríkis og kirkju. Þessi niðurstaða er ekki ný, svipuð niðurstaða fékkst 2004 (að vísu ekki í þjóðarpúls).

En ég er einmitt að skoða þessar tölur, ný færsla væntanleg!

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.12.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband